Heima hjá
Zadie Smith. Hún er auðvitað bara miklu meira töff en hver sem er. Hún er með hása rödd, þykkan breskan hreim og orðin renna áreynslulaust upp úr henni. En það er alltaf einhver hugsun á bak við það sem hún segir. Líklega er hún afslappaðri heima sjá sér. Hún er glæsileg í bóhemíska baststólnum sem mér finnst að ætti að vera til í öllum húsgagnaverslunum. Fyrir það fyrsta er það ekki fyrir einhvern bol að vera með rauðmálaða veggi. Það er nokkuð ljóst að manneskja sem málar veggi rauða hefur bein í nefinu til að takast á við lífið. Hún vill skerpa hugann á hverjum degi og þarf ekki að heimilið sé róandi og hlutlaust. Hún er tilbúin til að taka djarfar ákvarðanir og er ekki hrædd við áskoranir. Þannig sé ég Zadie Smith fyrir mér með kaffibollann fyrir framan tölvuna á hverjum morgni. Hún er ekki með eyrnalokka eins og á myndinni. Hún er berfætt þegar það er heitt í London og hún er ekki í skóm við tölvuna. Hún blaðar í bókum sem hún er að vinna upp úr, hún er að skrifa...