Ég hef verið að reyna að horfast í augu við þá staðreynd að ég hef ekkert lesið á þessu ári. Það er að segja ég hef ekki lesið eina einustu bók það sem af er þessu ári. Ég er reyndar að lesa eina núna, en hef verið lengi að og byrjað tvisvar. Ég skil ekkert í mér en ég hef bara ekki haft þessa hvöt í langan tíma. Ég hef bara týnt bókaorminum í mér. Aftur á móti hangi ég yfir sjónvarpinu. Kannski er það ekkert verra en mér hefur alltaf fundist ég eiga eftir að lesa svo margar bækur og hlakkað til að geta byrjað á næstu og svo framvegis en nú hef ég mig bara ekki í þetta.
Það er eins og ég nenni ekki lengur að vera til.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta er líka spurning um tíma Karen, ég er rétt að byrja að lesa aftur núna eftir rúmlega árs hlé.....
Nafnlaus sagði…
Láttu ekki svona! Það er líka spurning um að fá nóg af sjónvarpsglápi, slökkva á sjónvarpinu, kveikja á kerti og góðri tónlist, koma sér vel fyrir og lesa. Sjónvarpið er ekki svo merkilegt að það sé ekki hægt að missa af nokkrum þáttum. Sorry ekki vera brjáluð útí mig...
Nafnlaus sagði…
Þetta er alveg rétt hjá þér Fjóla, en líka þegar maður er þreyttur þá horfir maður frekar einhvern veginn á sjónvarpið, heilalaust - inn og út. En svo þegar maður fer að lesa þá gleymir maður að sjónvarpið er til, enda skilja þessir þættir ekkert eftir sig.+ það að maður hvílist samt miklu þegar maður les, allaveganna ég....
Nafnlaus sagði…
Miklu betur átti þetta að vera.

Vinsælar færslur