Ég hef verið að reyna að horfast í augu við þá staðreynd að ég hef ekkert lesið á þessu ári. Það er að segja ég hef ekki lesið eina einustu bók það sem af er þessu ári. Ég er reyndar að lesa eina núna, en hef verið lengi að og byrjað tvisvar. Ég skil ekkert í mér en ég hef bara ekki haft þessa hvöt í langan tíma. Ég hef bara týnt bókaorminum í mér. Aftur á móti hangi ég yfir sjónvarpinu. Kannski er það ekkert verra en mér hefur alltaf fundist ég eiga eftir að lesa svo margar bækur og hlakkað til að geta byrjað á næstu og svo framvegis en nú hef ég mig bara ekki í þetta.
Það er eins og ég nenni ekki lengur að vera til.
Það er eins og ég nenni ekki lengur að vera til.
Ummæli