Búningar
Það er auðveldast að skilja merkingu klæðnaðar með því að skoða þau áhrif sem búningar hafa á okkur. Búningi með beinlínis ætlað að hafa merkingu sem vísar út fyrir manneskjuna sem í honum er og ljá henni eiginleika sem felast í klæðnaðinum sjálfum. Oft er ætlunin að ákvarða vald eins og herbúningar og lögreglubúningar og hefur klæðnaðurinn þá svo sterk áhrif að manneskjan breytist bókstaflega úr sjálfri sér í hlutverk þess sem fer með valdið. Ég velti því fyrir mér hvað það þýðir þegar fólk hefur mjög gaman að því að klæðast búningum og fylgja allkonar þemum í búningapartýum. Fær fólk útrás fyrir einhverskonar sköpun eða er þetta blæti fyrir því að vera annað en það er? Kann það illa við sjálft sig eða finnst því ævintýralegt að fá að máta sig við önnur hlutverk? Ég er í mínum eigin fötum en sjúkraþjálfarinn er í sjúkrahúsbúningi þar sem allt starfsfólkið klæðist sömu eða svipuðum fötum. Læknar eru til undantekninga enn í læknasloppnum en annars er starfsfólkið ein...




