Laurie Anderson
Ég var stödd í Washington til að spila og hlusta og notaði tækifærið til að skoða listasöfnin. Ég snapaði mér nokkra daga í viðbót og bókaði lítið og furðulegt hótelherbergi í miðborginni. Þeir eru stoltir af söfunum sínum í Washington. Þeim er glæsilega raðað milli Hvíta hússins og þingsins. En ég varð að forgangsraða vegna tímaskorts og skoðaði National Gallery og Hirshhorn Museum við the National Mall. Síðan skoðaði ég National Protrait Gallery, Amercan Art Museum og Kvennalistasafnið sem er ekki hluti af Smithsonian stofununinni. Það er ókeypis inn í söfn stofnunarinnar sem mér finnst ótrúlegt í höfuðborg kapítalismans. Ég komst fyrst í kynni við Laurie Anderson þegar ég rambaði á endurgerð Phadera Ensemble ásamt Magic Lantern af verkinu hennar fræga; O Superman . Af forvitni leitaði ég uppi upprunalegu útgáfuna og varð gersamlega heilluð af þessum vélræna heimi frá áttunda áratugnum. Síðar fannst mér ég vera voða léleg að hafa ekki haft verður af henni áður þ...