Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Hvað höfum við gert til að hafa það svona gott?

  Ragnar Kjartansson í Gallerí i8 . Heimsótt 16. og 18. mars 2025. Í fremra herberginu er annað verk á litlum skjá. Þar má sjá Ragnar Kjartansson og Sögu Garðarsdóttur í angustarfullri óperu sitja föst í sársauka (verkið heitir Swertz upp á þýsku). Harmleikurinn fer fram í bjálkahúsi sem lítur út fyrir að vera frá örðum tíma rétt eins og búningarnir við undirleik Kristínar Önnu Valtýsdóttur píanóleikara. Húsið er staðsett á því sem virðist vera einhverskonar sumarfrísstaður í samtímanum. Vatn með vaggandi bátum, grasflöt með göngustíg og trjágróðri á mjóum ramma utan um húsið. Baðfataklætt fólk breiðir út handklæði fyrir sólbað og heyra má ánægjulegar raddir barna í leik.  Inni í bjálkahúsinu lifa persónurnar aftur á móti sama sársaukann aftur og aftur þar sem Karlinn endurtekur “Was hab ich gemacht” og konan svarar “nein!”.  Tónlistin virðist vera spunnin sem ætti að halda athygli minni en ég vil frekar vera inni í stærri salnum þar sem annað verk fyllir heilan vegg. Kan...

Nýjustu færslur

Peggy Guggenheim

Gömul gæs

Elsa von Freytag-Loringhoven & Marcel Dushit