Smithsonian Institution 2025
Í frægri grein um endalok sögunnar skrifaði Bandaríski sjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama um endalok kalda stríðsins og upplausn Sovétríkjanna og fjallar um yfirburði hins vestræna, frjálslynda lýðræðisskipulags sem muni á endanum hljóta sinn sess sem hið endanlega skipulag stjórnarhátta mannlegs samfélags (Fukuyama, 1989). Síðan hefur mikið runnið til sjávar en það er sérlega átakanlegt að horfa á hvenig stjórnarhættir í landinu sem Fukuyama skrifaði frá virðast vera að breytast. Bandarísk menning hefur gríðarleg áhrif á Íslandi og um allan heim og það er mikilvægt fyrir Ísland að skoða þá nýju sýn á menningu sem virðist vera að verða til í Bandaríkjunum. Hver er ný sýn Bandarískra stjórnvalda á myndlist?
Hér skal ekki fullyrt um stöðu Bandaríkjanna innan alþjóðastjórnmála en enski heimspekingurinn Simone Weil lýsir því hvernig hnignun stórvelda (e. domination) gerist stundum ekki smám saman heldur þvert á móti rísi valdið upp í sinni verstu kúgun á meðan á hnignuninni stendur (Weil, 2005).
Smithsonian Institution er menningarstofnun í Bandaríkjunum og er stærsta sinnar tengundar í heiminum. Hún samanstendur af 21 safni í New York og Washington auk annarar starfsemi svo sem rannsóknarmiðstöðvar og dýragarðs. Stofnunin er tæknilega sjálfstæð en er tengd alríkisstjórninni og fæt fjárstuðning sem er ákvarðaður af þinginu (Smithsonian Institution).
Þann 12. ágúst ágúst 2025 barst bréf frá ríkisstjórn Bandaríkjanna til stofunarinnar þar sem kveðið er á um innri endurskoðun á sýningarhaldi og sýningakosti (e. material) Smithsonian stofunarinnar (The White House, 2025).
121 daga úttekt á innri starfsemi átta safna í þremur þrepum þar sem farið er fram á gírðarlega mikið magn upplýsinga. Tilnefna á eina manneskju í hverju safni sem hefur það hlutverk að vera milliliður um upplýsingagjöfina. Líklega þarf frekar teymi í þetta verk. Fyrst er farið fram á upplýsingar um hvernig á að halda upp á 250 ára afmæli Bandaríkjanna árið 2026. Allt plan, fjárhagsáætlanir, markaðsefni og samstarfssamninga um komandi sýningar til næstu þriggja ára. Allar upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar og hvaða fólk er ráðið. Og þetta er bara fyrir fyrstu 30 dagana. Innan 71 dags á að skila skrám yfir öll verk, allt kennsluefni og margt fleira (Veltman, 2025; The White House, 2025).
Í upphafi er lítið gert úr ásetningi um að hafa nokkur áhrif á stofnunina með þessu gríðarlega verkefni sem stofnuninni er gert að framkvæma. Síðar í bréfinu kemur þó í ljós að engin afskipti munu eiga sér stað sé starfsemin að fullu í samræmi við hugmyndir ríkisvaldsins. Þar er vísað í framkvæmdartilskipun forsetans DonaldsTrump frá 27. mars 2025 um endurheimt sannleika og geðheilsu amerískrar sögu (Trump, 2025) Eftir 121 dag skal hafa farið fram leiðrétting á því sem þurfa þykir samkvæmt endurskoðuninni (Veltman, 2025; The White House, 2025). Hér er um markvissa valdbeitingu ríkisvaldsins á starfsemi stofnunarinnar að ræða.
Áður en til endurskoðunarinnar kom aflýsti bandaríska listakonan Amy Sherald fyrirhugaðri sýningu í The National Portrait Gallery í Washington sem tilheyrir stofnuninni. Sherald gaf upp ágreining um eitt verkanna sem átti að setja upp sem ástæðu alýsingarinnar. Samkvæmt Sherald vildi sýningastjóri skipta út verkinu Trans Forming Liberty af transkonu sem heldur á blómaskríddum kyndli, klædd bláum kjól með bleikt hár, fyrir myndbandupptöku af viðbrögðum fólks við verkinu. Forsvarsfólk safnsins segir Sherald hafa aflýst sýningunni áður en málin voru útkljáð en Sherald sakar safnið um ritskoðun (Blair, 2025). Það þarf hins vegar ekki að koma til formlegrar ritskoðunar þegar stofnanir þurfa að berjast fyrir lífi sínu í óöruggu umhverfi. Hið frjálslynda lýðræðisskipulag riðar til falls og kúgunin er bara eitt merki upp úr hringiðu hnignunarinnar.
Ummæli