Laurie Anderson


 Ég var stödd í Washington til að spila og hlusta og notaði tækifærið til að skoða listasöfnin. Ég snapaði mér nokkra daga í viðbót og bókaði lítið og furðulegt hótelherbergi í miðborginni. Þeir eru stoltir af söfunum sínum í Washington. Þeim er glæsilega raðað milli Hvíta hússins og þingsins. En ég varð að forgangsraða vegna tímaskorts og skoðaði National Gallery og Hirshhorn Museum við the National Mall. Síðan skoðaði ég National Protrait Gallery, Amercan Art Museum og Kvennalistasafnið sem er ekki hluti af Smithsonian stofununinni. Það er ókeypis inn í söfn stofnunarinnar sem mér finnst ótrúlegt í höfuðborg kapítalismans. 

Ég komst fyrst í kynni við Laurie Anderson þegar ég rambaði á endurgerð Phadera Ensemble ásamt Magic Lantern af verkinu hennar fræga; O Superman. Af forvitni leitaði ég uppi upprunalegu útgáfuna og varð gersamlega heilluð af þessum vélræna heimi frá áttunda áratugnum. 

Síðar fannst mér ég vera voða léleg að hafa ekki haft verður af henni áður þegar ég las ritgerð Anne Enright, Fan girl í ritgerðasafninu This Woman´s Work sem ég keypti í geggjað flottri bókabúð í Chicago. Anderson fæddist einmitt í Chicago en elti frelsið til New York þegar hún áttaði sig á því að það hentaði henni ekki að vera fiðluleikari. 


Ég hafði ekki hugmynd um að mín biðu enn ný kynni við Anderson þegar ég heimsótti Hirshorn safnið eftir göngutúr frá Hvíta húsinu. Safnið er í flottri hirnglaga byggingu sem inniheldur safn nýlistar sem sannarlega stendur undir blautum draumum íslensks listunnanda.






Og ég vafraði inn í salinn án þess að lesa það sem stóð fyrir utan og það var eins og mér hefði verið hent inn í huga annarrar manneskju. Hebergið var málað svart í hólf og gólf en teikning og texti, aðallega texti flæddi óreglulega um allt. Ég las það sem ég stóð ofan á og las það sem var skrifað upp um veggi. Á priki sat grænn páfugl og talaði sanslaust. Ég fór fram og las um verkið. Laurie Anderson: Four Talks. 



Þetta minnti mig á hvernig hún talaði við mig í O Superman. Eitthvað svona annarlegt eins og úr geimnum en samt svo hversdagslegt og kannski smá sniðugt. Þegar taugakerfið var orðið troðfullt tók ég rúllustigann niður aftur og sat við kaffihúsið og reyndi að stimpla tilfinninguna varanlega í líkamann. Fólk sötraði kaffi en ég vildi ekki trufla líkamsstarfsemina með einu eða neinu. Þegar ég loksins kom mér af stað var ég nánast tilbúin að fara bara að sofa aftur þó að helmingur dagsins væri enn eftir fyrir mig að kanna borgina. 


Yoy´re walking and you don´t always realize it

but you´re always falling

with each step you fall forward slightly

and then catch yourself from falling

and this is how you can be walking 

and falling

                                                                          at the same time

                                                                               

“Verður það skemmtilegt?” Las ég einhversstaðar að hún notaði sem mælikvarða á það hvort hún ætti að taka að sér verkefni.  Það er sannarlega gaman að hlusta á hana tala á youtube. Mannverur gerast ekki mikið meira töff í mínum huga en hún er samt svo lítið upptekin af því að vera töff. Hún virðist bara vera hún sjálf og hafa verið að vinna að því alla ævi að vera frjáls. Þegar hún flutti til New York eyddi hún tímanum fyrst um sinn með því að spila á fiðlu á götum úti. Hún lúppaði sjálfri sér í spuna sem henni fannst erfitt að finna hvernig ætti að enda og því setti hún á sig skauta sem hún hafði fyrst fasta í ísklumpi. Þegar hún var orðin völt á skautunum því ísinn hafði bráðnað var verkið búið. 


Nú hlusta ég á nýjasta verk Laurie Anderson sem hún gerði um flugkonuna Ameliu Earhart.   







Ummæli

Vinsælar færslur