tick, tick...BOOM!


tick, tick...BOOM! fjallar um Jonathan Larson á þeim tímapunkti í lífinu þegar hann var að skrifa söngleikinn Superbia sem aldrei var settur á svið. Hún er byggð á einleik sem Jonathan lék sjálfur og hafði litla hljómsveit með sér. Þar trúir Jonathan áheyrendum fyrir kvíðanum sem hann upplifir vegna þess að hann er að verða þrítugur og hefur ekki enn tekist að klára söngleikinn sem hann er búinn að vera að skrifa í átta ár. Við fylgjumt með honum undirbúa sig fyrir vinnustofu þar sem söngvarar og hljóðfæraleikarar flytja söngleikinn á meðan við kynnumst líka vinum hans og kærustu. Við kynnumst lífinu í upphafi ársins 1990 í New York og fylgjumst með honum engjast um í sköpumnarferlinu.

Ég var búin að skrifa langan texta um myndina sem lýsti aðdáun minni og myndinni í smáatriðum en það  er ekki það sem mig langar að segja núna. 26. janúar 2022. Myndin hefst sama dag árið 1990.  Þá var ég sextán að verða suatján og gersamlega föst í minni eigin tilveru á skerinu. Jább það sést í myndinni, internetið var ekkert að þvælast fyrir okkur á þessum tíma. 

Það er gott að finna hvað fólk lagði á sig að vera í sambandi við annað fólk þegar það var ekkert snapp ekkert instagram og ekkert messenger! Ég hugsa aftur og aftur um það að ég ætti að hætta að nota samfélagsmiðla. Myndin segir auðvitað lítið um þá en það er svo hressandi að sjá einhvern rembast við að búa eitthvað til. Það er svo hressandi að sjá einhvern vera svona tilbúinn til að elta eitthvað innra með sér sem öllum er sama um. Eitthvað sem enginn fékk nokkru sinni að sjá.  

Við fáum að vita í byrjun myndarinnar að Jonathan Larson dó úr hjartaáfalli kvöldið fyrir fyrstu forsýninguna af sönleiknum Rent sem sló í gegn um allan heim og hlaut fjölmörg verðlaun, þar á meðal Tony og Pulitzer verðlaun. Hann fékk aldrei að njóta velgengninnar, en það er ekki viðfangsefni myndarinar. Myndin fjallar um lifandi og litfagra manneskju á meðan hún lifði erfiða tíma. Sem elskaði og strögglaði. Sem þorði að veðja. Uppáhaldsatriðið mitt í myndinni er eins og það sé spunnið á staðnum. Ég vildi gjarnan hafa verið í þessu partýi. 

Fear or love? ... tekist á við óttann af hugrekki. Hugrekki sem þvælist fyrir ástinni á kærustunni. Sem þvælist fyrir vináttunni. Í myndinniu sjáum við vináttu gagnkynhneigðs og samkynhneigðis karlmanns á hátt sem ég hef ekki séð áður. Ótrúlega fallega gert.  

Myndin er augljóslega gerð af mikilli væntumþykju og innsæi en Lin Manuel Miranda sem leikstýrir myndinni (og framleiðir) segist hafa áttað sig á því fyrst að hann ætti hugsanlega eitthvert erindi í söngleikjasmíði þegar hann sá Rent á 17 ára afmælisdaginn sinn á Broadway. Hann hefur síðan heldur betur fetað í fótspor Jonathans Larsons. Eftirlifandi systir Jonathans kom að myndinni ásamt fullt af vinum hans og samstarfsfólki. Lin Manuel og Steven Levenson (handrit) lágu yfir handritum af Boho days og tick tick Boom sem voru öll ókláruð og ódagsett í heimildum og Lin Manuel hafði flutt einleikinn nokkrum árum áður og hafði mikla ástríðu fyrir myndinni. 

það er óendanlega fallegt að virðingunni og ástinni var safnað saman í myndinni og í lok myndarinnar talar Stephen Sondheim sjálfur inn skilaboð inn á símsavarann. Hann var of aldraður til að leika sjálfan sig (hann lést 26. nóvember 2021, rétt eftir að myndin kom út). Hann endurskrifaði sjálfur það sem hann sagði, því Lin Manuel sagði að handritið hefði ekki haft þetta alveg rétt eftir honum. En við fáum að sjá að Jonathan var enginn dýrlingur heldur mannlegur með tilheyrandi breyskleika. Ég hef enn ekki rekist á viðtal þar sem spurt er út í klámblaðið og köttinn en það væri fróðlegt að vita hvaðan það kemur því það er líklega ekki úr einleiknum? 

Myndin er full af tilvísunum og hér má finna alls konar skemmtilgt fyrir þau sem hafa gaman af. Það sem mér finnst skemmtilegast er að íbúð Jonathans er nákvæm eftirmynd af raunverulegri íbúiðinni sem var hægt að framkalla vegna þess að Jonathan sjálfur hafði tekið upp lýsingu á íbúðinni ásamt myndefni sem sönnunargagn því hann var mjög eldhræddur og hafa eitthvað í höndunum fyrir tryggingarfyrirtækið. 

 


Ummæli

Vinsælar færslur