Revolutionary Road
Nú finnst myndin ekki lengur á Netflix. Ég náði bara að horfa á hana tvisvar.
Myndin fjallar um hjónin April (Kate Winslet) og Frank (Leonardo di Caprio) sem dreymir um að lifa lífinu til fulls en ekki í „the hopeless emptiness of life here“. Þau ákveða að fara til Parísar þar sem þau segja fólk virkilega lifa lífinu.
Hvernig á að lifa lífinu? Hvað stoppar okkur í því að lifa því eins og við viljum?
„If being crazy means - living as if it matters, then I don´t care if we´re completely insane“
Ég grét hryllilega yfir þessu atriði í bæði skiptin sem ég horfði á myndina. í fyrra skiptið vegna uppgjafarinnar og seinna vegna baráttuþreksins.
Hvað gerir þú? Nei ekki fyrir peninga, hvað vekur áhuga þinn?
Ummæli