Zoe Bedeaux
Ég veit ekki mikið um Zoe Bedeaux. Lengi hef ég horft á þetta litla vídeó, My Place, á Youtube þegar ég þarf að takast á við vonbrigði með heiminn. Eða þegar það er enn of aftur kominn þriðjudagur sem mun verða nákvæmlega eins og síðasti þriðjudagur. Hin munúðarfulla Zoe hressir mig við þegar ég er alveg að gefast upp á því að lifa lífinu eftir stundatöflu.
Það heillar mig svo hvað hún virðist ekki vera að reyna að gera einhverjum til geðs eða falla í kramið. Hún er svo ánægð með sig og ber sig svo fallega. Greinilega haldin söfnunaráráttu og ég er fegin að þurfa ekki að taka til hjá henni.
Hún er svo falleg!
Það hringlar í skartgripunum hennar og glampar á líkamann þegar hún hreyfir sig.
Disco bathroom!
Síðasta vetur komst ég upp á lag með að njóta þess að fara í bað og hugsaði til Zoe í nánast hvert skipti. Baðherbergið mitt er hvítt og boring eins og svo margt á Íslandi en ég tók með mér uglulampann og slökkti bara ljósið og ímyndaði mér að ég væri eins falleg og Zoe á meðan ég faldi mig í myrkrinu og froðunni.
Ummæli