Les Parapluies De Cherbourgh
Uppáhalds atriðið mitt í myndinni er alveg fremst henni (hér fyrir ofan). Ég leigði myndina á Borgarbókasafninu og dvd-diskurinn bauð bara upp á texta á norðurlandamálum svo ég horfði á hana með dönskum texta. Þetta var stórskemmtilegt!
Ég mæli með þessari mynd fyrir þau sem hafa þolinmæði til að hlusta á óperur, öll myndin er sungin. Sagan er ekkert bragðbetri ein aðrar ástarsögur en litirnir eru fallegir eins og leikararnir.
Lokaatriðið gerist á bensínstöð. Það er rómantík alls staðar krakkar mínir!
Ummæli