Dansa?

Einhverra hluta vegna hef ég verið að hugsa mikið um dans undanfarna daga. Kannski hef ég verið að dansa meira í eldhúsinu en venjulega, er ekki viss.

„Að hreyfa líkamann eftir takti“ -Það er að dansa sagði pabbi og því hef ég aldrei skilið hvers vegna fólk talar um að „kunna“ að dansa. Eða að kunna ekki að dansa öllu heldur. Ætti það ekki að vera „ég þori ekki að dansa“?

Börn þurfa varla að kunna að sitja til að hreyfa sig í takt við tónlist. Muna ekki öll eftir gleðinni sem fylgir því að sjá barn dilla sér við tónlist? Dansa, dansa! segjum við þá til þess að gefa til kynna að þetta sé eitthvað sem kemur til með að halda í því lífinu það sem eftir er. Það er svo náttúrulegt að dansa er það ekki?

Uppáhalds dansinn minn í bíómynd er úr Bande a part. Afhverju kann ég ekki að dansa þennan dans?

Bande a part (1964)„Madison“

Ég er búin að horfa á þetta hundraðmilljón sinnum og hef komist að því að það sem mér þykir best við þetta er hvað þetta er illa dansað. Þau eru ekki samtaka, þau hreyfa sig ekki eins og dansinn er svo yndislega kjánalegur. Sögumaðurinn segir okkur að þau séu að kljást við alls konar hugsanir. Líkaminn dansar á meðan. Höfuðið kreddufullt af hugsunum en taugakerfið tegir sig í dans. 
Næst kemur dans úr Amerískri mynd sem stelur adrúmsloftinu merkilega vel:

The Longest Week (2014)

Mér finnst þetta þó allt of stutt og ég hefði viljað sleppa öllu keleríinu og bara hofa á þau dansa. 

Þessa mynd hef ég hef ekki séð í heild sinni heldur bara þau atriði sem einhver hvefur haft fyrir því að setja á youtube. Áður en Anna Karina dansar reynir vinur hennar að skemmta henni með fíflagangi. 

Vivre Sa Vie (1962) Nana´s Dance

Pulp Fiction senan er eitthvað sem mér fannst ég þurfa að rifja upp í leitinni að dansi í bíómyndum. Og vegna þess að ég var fyrir stuttu hálfklædd að „twista“ með vinkonum í eldhúsi úti á landi. Eins og í ekta Hollywood mynd er þetta náttúrulega keppni! Ég held að danskeppnir hafi kaffært náttútulegan vilja fólks til að dansa. Allavega þess sem alið er upp við Amerískar bíómyndir í tonnatali. Þarf alltaf allt að vera keppni? 



Hér er dansatriði úr uppáhalds kvikmyndinni minni. 

Ég nenni ekki að skrifa um hlutverk dans í tildragelsi. Það er svo augljóst.
Það er aðlaðandi að dansa. Afhjúpandi er of sterkt orð, og það að segja að hann sé tælandi er ekki alveg rétt heldur. Hann getur verið þetta jú, en það að dansa getur líka verið eins og að brosa eða hlæja. Það er aðlaðandi að dansa vegna þess að það er svo mikið líf í honum. Líkaminn þarf að lúta að stjórn tónlistarinnar með stjórn einhverrar mennsku sem þorir að gefa sig dansinum á vald. Þessi mennska er aðlaðandi. Sú sem segir, já ég dansa!
  

Ummæli

Vinsælar færslur