The Park - John Freeman
Vegna tilraunar til þess að ferðast heima hjá mér keypti ég ljóðabók eftir John Freeman sem fjallar um almenningsgarða, aðallega í París. Ég les allt of lítið af ljóðum, verð að fara að taka mig á í því. Ég keypti bókina vegna umfjöllunar í hlaðvarpi Shakespeare and Company þar sem Freeman bæði talaði um bókina og las nokkur ljóð upp úr henni heima hjá sér í New York. Hann hefur ekki komist til Parísar þar sem hann er stundakennari vegna Covid-19. Þegar hlaðvarpið var sent út voru garðarnir í París enn lokaðir.
Ljóðin fjalla um samveru mannfólksins í almannarými. Almenningsgarðar eru staðir þar sem fólk kemur bæði til þess að hitta annað fólk og til þess að vera eitt með sjálfu sér. Þar er bæði næði og andrými til þess að kanna ástina og nærast. Þar halda dýrin sig. Ljóðin fjalla um hver stjórnar almannarými og hver hefur rétt á að heimsækja þau. Sumir þurfa að sætta sig við hungur og útskúfun. Mjög fallegt hvernig skrifað er um samkennd með betlurum og fólki sem á sér ekki samastað í auðvaldinu.
Dinner at the end of the world
Café tables
once faced
the boulevard
so diners could
take in the
promenade;
now it seems
they´re turned
that way so we
will spot the
faces of beggars
comming and know
when to look down.
Töfrarnir eru samt mestir þegar ljóðmælanda tekst að fanga einhverja stóra tilfinningu eða visku í örfáum orðum. Helst nógu óljóst svo lesandinn telur sig einan skilja hvað um er rætt. Leyndarmál í fáum orðum.
Er ekki tíkarlegt að birta of mörg ljóð úr bókinni hér? Ég veit ekki alveg hvað má og hvað ekki. Þar sem ég er að ferðast finnast mér ljóðin sem fjalla beint um París skemmtilegust.
Ordering a Café in Paris
The true divas
of this city are
its waiters. There
he goes, platter
raised, spinning
away from me
again, all eyes
follow him
as he slips between
tables like a
dancer around
unworthy partners,
the swivel-hipped
youth of the
ugly-handsome
school. Just one
look, a glance!
We are his rapt
audience.
A circuit complete,
now he appears
to be contemplating
the rain. He´s
sensitive, too. I wait,
memorizing my lines,
parying I will
not stumble
the moment
he´s suddenly
standing over me,
beauty the barrier
to beauty, asking
me what it is
that I want.
Hver hefur ekki ætlað sér að panta kaffi á frönsku og runnið svo á rassin þegar þjónninn kemur loksins, og stamað upp úr sér á ensku?
Ummæli