make YOU feel my love

make YOU feel my love


When the rain is blowing in your face

And the whole world is on your case

I could offer you a warm embrace

To make you feel my love


When the evening shadows and the stars appear

And there is no one there to dry your tears

Oh, I hold you for a million years

To make you feel my love


I know you haven't made your mind up yet

But I will never do you wrong

I've known it from the moment that we met

No doubt in my mind where you belong


I'd go hungry; I'd go black and blue

And I'd go crawling down the avenue

No, there's nothing that I wouldn't do

To make you feel my love


The storms are raging on the rolling sea

And on the highway of regret

The winds of change are blowing wild and free

You ain't seen nothing like me yet


I could make you happy, make your dreams come true

There's nothing that I wouldn't do

Go to the ends of this Earth for you

To make you feel my love, oh yes
To make you feel my love

Ég rakst á þetta lag í göngutúr og það hefur verið á heilanum á mér síðan. Lagið er eftir Bob Dylan og er til í ótal útgáfum á Spotify. Það hefur þennan óskaplega rómantíska texta er það ekki? Make YOU feel my love



Sjáum nú Joe Goldberg fyrir okkur spila þetta og syngja?!?

 

Hann gerir það ekki í þáttunum en það má vel sjá fyrir sér Penn Badgley gera þetta því hann bæði spilar og syngur.  

Sá/sú sem syngur útlistar ítarlega hvaða fórnir „skal“ færa fyrir ástina. Joe Golberg hlustaði vel á textann, á söguna sem við segjum um ástina og losaði ástina sína til dæmis við alls konar vini sem voru að hans mati hættulegir ástarsambandinu. Hann var líka sannfærður um að þó að ástin hans vissi ekki að sambandið þeirra væri það eina rétta þá efaðist hann ekki um að hún myndi átta sig. Þau tilheyrðu hvoru öðru. Hann ætlaði að uppfylla alla drauma ástarinnar sinnar hvað sem það kostaði. Eitt, tvö, þrjú mannslíf… 



Það var unaðsleg kvöl og sæla að horfa á þættina. Ég þurfti tvær yfirferðir því mér var svo misboðið að ég „spólaði“ fram og stoppaði og hikaði í fyrra skiptið. Eftir þátt númer tvö í annari seríu hætti ég alveg að horfa í nokkrar vikur. Keypti gardínur fyrir stofugluggann. Og það jafnvel þó Penn sé einn fallegasti maðurinn sem fæddist á tuttugustu öldinni! Ég píndi mig svo í gegn um þetta allt aftur og fór á fb eða instagram á meðan mesta ógeðið gekk yfir. Það var samt svo hressandi að horfa á röksemdina fyrir ástinni rakna upp þangað til ekkert er eftir nema hryllingur. Það var hægt að finna til með Joe, en ég er ekki viss um það hefði verið eins auðvelt ef hann liti ekki út eins og Penn Badgley. Hann fann fyrir þráhyggjunni sem fylgir ástinni og lagði allt í sölurnar til að nálgast manneskjuna sem hann elskaði. Hann trúði því eins og Bob Dylan og ótal aðrir að ástinni eigi ekki að setja nein mörk. - „There is nothing that I would not do, to make you feel my love“ 


Ég velti því fyrir mér hvort það sé kominn tími til að smætta ástina aðeins. Gera hana aðgengilegri fyrir venjulegt fólk. Byrja á því að spyrja hversu mikla ást þarf einstaklingur? Til tunglsins og til baka? Eða nægjanlega mikla að fríka ekki út þegar hann er óþolandi?  


Þurfum við ný þemu fyrir rómantíska texta?

Ég skal: Hlusta, Reyna að skilja, Umbera, Fyrirgefa, Þola, Vera hjá, Leyfa þér að vera,

Ekki fara þegar ég… Takk fyrir að… Mig langar að biðja þig um að… Ég vona að það sé í lagi en ég þarf... Hvað vilt þú?

Takk fyrir!


Ummæli

Vinsælar færslur