Páll



Hún mátti eiginlega ekki vera að þessu í dag. Vafraði um Odda með kaffikönnuna í leit að kaffiþyrstum samferðarmanni en sá engann sem henni leist á. Oddi lyktaði af staðinni pítsulykt. Það var greinilega nýliðin megavika. Hún hafði aldrei skilið hvernig háskólanemar höfðu komið upp þeirri venju að klæðast alltaf náttbuxum og flíspeysum í próflestrinum. Og í raun leggja niður almenna líkamshirðu. Þeir höfðu skapað fyrirbæri sem kallað er „prófaljóta“ og hún hafði meira að segja laðað að sér sjónvarpsfólk sem stormaði um ganga háskólans í leit að ljótum háskólanemum. Hún reyndi að skima eftir einhverjum sem var tiltölulega laus við ljótuna.

„Góðan dag, má bjóða þér kaffi?“

Hún sat ein, bein í baki með krosslagða fætur og lét eins og hún hefði alls ekkert að gera. Öfugt við aðra á svæðinu. Hún var svartklædd frá toppi til táar og virtist vera í síðum kjól eða pilsi og svo peysu eða skyrtu yfir og svo enn annnarri peysu yfir því öllu saman og svo hafði hún svartan efnismikinn trefil um hálsinn. Svo var hún í svörtum sokkabuxum eða leggings og svörtum skóm. Hún var með svera kálfa og fallegar hendur með hring á hverjum fingri. Örugglega eldri en 25 ára. Með hárið uppsett í stóran hnút og eyrnalokka sem virtust vera úr ekta silfri. Hún brosti

„ohhh, þakka þér fyrir en ég drekk ekki kaffi“
„ertu að fara í próf? Heldurðu að það sé ekki bara góður dagur til að byrja að drekka kaffi?“
„ég skal segja þér að ég er mikið búin að reyna, kærastinn minn vaknar snemma á morgnana til að mala baunir og flóa mjólk, en mér finnst það bara ekki gott“

- hún vonaði að það væru til fleiri svona kaffielskandi menn í heiminum sem ekki spanderuðu samvist sinni í ódrekkandi konur

„nújæja, hafðu það gott í dag og gangi þér vel í prófunum, hvað heitir kærastinn þinn?“
„hann heitir Páll, já takk fyrir sömuleiðis“

Ummæli

Vinsælar færslur