Gunnar
„Góðan dag, viltu kaffi?“
Hún hafði ekki alveg hugsað þetta til enda en hún gekk bara í flasið á honum og vildi endilega fá að heyra röddina hans. Það hafði enginn háskólakennari fallegri rödd en hann. Hrein unun að hlusta á hann í tímum.
„nei, sæl, ha, kaffi, já takk“
hann hafði ekki næði til að segja nei því hún hafði þegar rétt honum bollann og hann tekið við honum. En svo varð hann alveg skelfilega vandræðalegur og roðnaði þessi ósköp. Hann var orðinn svona smá hvíthærður og rauði liturinn í andlitinu gersamlega lýsti bygginguna upp. Hún var honum hálf gröm, gat hann ekki bara sagt eitthvað fleira,,,
„verði þér að góðu“ - Hún flýtti sér svo bara í burtu.
Ummæli