„Góðan dag!“
Jimundur minn, ætlaði hún að klikka á þessu aftur? Hún hafði gert nýtt plan og ákvað að mæta í Hámu fyrir klukkan níu. Þá voru þar alltaf fáir. Flestir sem voru vaknaðir voru í tíma. Klukkan níu sat fólk yfirleitt eitt. Hún spottaði út stelpu sem grúfði sig yfir eitthvað og var ekki þegar með kaffibolla hjá sér. Hún var með brúnt sítt hár sem hún hafði skellt í tagl og það lafði næstum tjásulega yfir úlpuna hennar sem hún vafði fast utan um sig. Kaffikerla skundaði spennt að sækja kaffið. Hún var með fiðrildi í maganum þegar hún nálgaðist stelpuna sem heyrði bara ekkert í henni.
„Fyrirgefðu“
„ha,,, já?“
„viltu kaffi?“
„kaffi? Já, já takk“
Hún var frekar ringluð en vandræðalega brosandi þegar hún tók við bollanum.
„ætlarðu bara að gefa mér kaffið þitt?“
„já, ég fæ mér bara annað,, þú virtist eitthvað svo kaffiþyrst“
„vá, takk – sagði hún og lagaði á sér hárið, hún vissi alveg að hún hafði ekki gefið sér tíma til að greiða sér í morgun.
„ókei, verði þér að góðu“
Kaffikerla hljóp næstum í burtu (enda varla hægt að fara niður stigann í Gimli öðruvísi,,, hver kann að ganga þennan stiga?)
-alveg skelfilega ánægð með sig. Þetta hafði tekist, fyrsti kaffibollinn var gefinn!
Ummæli