Ármann og Elsa



Þetta var rökrétt framhald. Eins konar útskrift af háskólasvæðinu. En hún var samt ekki viss þegar hún verslaði kaffibollann í ferðamáli einhvernvegin allt of senmma morguns og velti því fyrir sér hvort hún hitti nokkurn áður en kaffið kólnaði.

Hún sá svona næstum á bak þeirra og heyrði þau samkjafta eins og rassálfa. Svona hálf flissandi og pínu hneyksluð í tóninum.

Hún hélt fyrst þau væru rónar og þefaði af pissulykt en fann enga og þegar hún var búin að elta þau örfáar setningar náði hún athygli þeirra
„Góðan dag, má bjóða ykkur kaffi?“
þau snarstönsuðu á punktinum (eftist svo um viðbragð gamla fólksins) og litu björt framan í einsamlan kaffibollann

„ég sæki annan“ sagði hún og rétti fram bollann án þess að sjá í hvaða hendi hann endaði og hljóp strax að sækja annan

hún var ekki viss um þau væru enn á staðnum þegar búið var að framreiða annan en um leið og hún steig út í frostið sá hún þau halda saman á kaffinu og brosa framan í hvort annað.

„svona“ -sagði hún og rétti þeim brosandi hinn bollann.

Svo tók hún sér tíma til að virða þau fyrir sér og þau stóðu bara fullkomlega róleg með kaffi í hönd og gáfu frá sér góða strauma. Gamalt fólk með óræða sögu skráða í dökkan klæðnað. Það var enga fordóma að finna fyrir þessu fólki. Þau voru hvorki hokin né sperrt. Hvorki fín né fátækleg. Bæði gráhærð og með hverja broshrukkuna hangandi yfir annarri. Svo falleg.

„það er ekki að spyrja af þessu unga fólki í dag“
„ég visssi ekki þetta væri svona í Reykjavík“
“og hver ert þú svo góða? Við erum hjá dótturdóttur okkar í hennar íbúð núna því hún er að skoða heiminn en já við erum að spóka okkur hérna í Reykjavík og ætlum að sjá hvernig jólin koma hér við höfum sko aldrei séð það hér í reykjavíkinni en hér eru víst bara ljós og örthröð og endalaus jólalög og já við komum til að sjá það en nú erum við bara að spóka okkur“

-hún áttaði sig ekki á hvort þeirra sagði hvaða setningu, þau virtust tala eins og ein manneskja.

Hún stóð allt í einu með ástina svona glampandi í augunum og gleymdi næstum því að hún var búin að grafa hana hátíðlega djúpt í jörðu með stríðsöxinni. Hún hafði látið sig dreyma um að finna mótefni gegn ástinni. Hún hafði grafið allt nema þetta líkamatetur sem hún myndi drattast með í gegnum mánudaga og þriðjudaga og allt þetta dóterí sem fólk hélt svo fast í. Þorkálsmessu. Gamlárskvöld. Jóladag; yrði ekki örugglega snjór á Jóladag? Hún yrði rík og myndi fresla fólk frá þessu skelfilega fyrirbæri. Í augnablik trúði hún því að það væri betra fyrir heiminn að hún væri rík en að fólk væri ástfangið. Svo kom næsta augnablik og hún pakkaði hugmyndum sínum um banvæn efnasambönd ástarinnar inn í útópískar hugmyndir um annað fólk á öðrum stað. Vonaði bara að hún kæmist örugglega úr alfaraleið á Jóladag. Til hvers voru jólin ef ekki til að breiða yfir myrkrið og allan þann viðbjóð sem þar er að finna?

Ummæli

Vinsælar færslur