Appelsínugult skilrúm



Hún arkaði inn og settist niður og reyndi að hugsa ekki um það sem hún ætlaði að gera. Hún hafði marga morgna komið inn á lesstofu meistaranema í Gimli með stírur í augum og kaffibolla. Svo þegar hún hafði komið sér fyrir og klárað úr bollanum hafði hún þurft annan og þá hafði hún tekið eftir honum. Við endann á borðaröðinni sat hann alltaf með doðrantinn fyrir farman sig. Alltaf mættur á undan henni. Niðursokkinn í lestur. Alltaf til taks til að passa tölvuna á meðan hún færi upp að sækja kaffibolla númer tvö.
Hún var fegin að hann var þarna enn í dag. En hún var ekki með kaffibolla í dag. Og enga tölvu. Hann var allt of venjulegur til að hún hefði nokkru sinni tekið efttir honum ef hann hefði ekki setið á réttum stað á réttum tíma svo oft og oft. Hún hafði áður bara þurft að nikka til hans og hann skildi að hún væri að fara upp í næstu kaffiferð og hann gaf sér alltaf tíma til að líta upp úr bókinni til að brosa fallega þegar hún kom til baka.

En í dag lét hún sér nikkið ekki nægja heldur nálgaðist hann smá taugaóstyrk en hallaði sér samt að honum svo engin annar heyrði og hvíslaði að honum:

“viltu ríða?“
“ha?“
-sagði hann alls ekki hvíslandi heldur eins og röddin hrykki óvart í gang, og hún varð að beygja sig sérstaklega til að fanga ekki athygli annarra og hvísla aftur, enn veikar:
„viltu ríða núna?“

og röddin brást ekkert aftur heldur horfði hann skelfdur á hana en fálmaði eftir hönd hennar einhersstaðar yfir doðrantinum og horfði spyrjandi á hana? “já, þú heyrðir rétt“ svaraði hún í huganum og teymdi hann út af lesstofunni og fram á ganginn og inn í ræstingaherbergið sem hún hafði spottað út áður.

Hún hafði samt ekki skoðað herbergið gaumgæfilega og vissi ekkert um hversu stórt það væri eða hvað þar væri að finna en hann virtist vera sáttur við áfangastaðinn og slengdi sér yfir varir hennar áður en honum tókst að loka dyrunum á eftir sér. Það var niðamyrkur inni. Skynfærin fundu ekkert nema líkama hans þarna frekar mjóslegin slangrast utan í hana. Það var óþæilegt að vera í myrkrinu til að byrja með. Hún vissi að þarna voru einhverjar græjur og vaskur og eitthvað en henni fannst bara öruggast að leita eftir gólfinu sem virtist vera autt og hreint. Og skelfielga hart, því hafði hún ekki alveg búist við. Svakalega hart. Enda bara svona venjuleg steinsteypa. Hann virtist skilja það og lagðist ekki ofan á hana heldur grúfði sig varfærnislega yfir hana. Kyssti hana og flækti fingurna í hárinu á henni. Hann andaði ótt og títt en henni fannst varla fjórar sekúndur liðnar síðan hann sat pollrólegur að lesa eðlisfræði við appelsínugult skilrúm. Þetta sló hanan úf af laginu. Hún hefði haldið hún þyrfti að hafa meira fyrir þessu. Hún fannn fyrir hörðu gólfinu undir hausnum, öxlunum, mjóbakinu, rassinum og hælunum og var mjög ánægð með að hann var lítill og grannur og myndi ekki vega þungt. Hann virtist minni áhyggjur hafa af gólfinu en var að reyna að koma höndum undir fötin hennar sem voru ekkert skelfiega flókin en hún var alls ekki tilbúin til að afklæðast þarna í ræstiherberginu. Nei, það var ekki í boði. Hún reyndi því að koma höndum yfir hann, ekki svo að hún áttaði sig ekki á því að það væri ekki til þess að stöðva hann. En einhverja stjórn yrði hún að hafa. Náði að renna niður og komast inn á hann. Og það tókst. Hann virtist hætta að fókusera á að ná henni úr fötunum. Lét það nægja að tékka á helstu atriðunum. Bjóst, mitti, mjaðmir, rass og píka. Allt á sínum stað. Rumdi þá:
„þú ert svo falleg“
hún var örlítið hrædd um að þurfa að fara að ræða þetta eitthvað svo hún greip um hann og fálmaði eftir typpinu á honum og skellti næstum upp úr. Það var eins og úr plasti. Alveg fáránlega hart. Hann hikaði eitt augnablik, eins og hann væri virkilega að reyna að sjá hana í myrkrinu (þetta er greinilega sómapiltur)
En hún hafði auðvitað vit á því að hlæja ekkert og dró hann að sér og stakk honum inn í sig.
Og hann stundi svo fallega.
Kannski var hún bara að þessu til að heyra svona fallegar stunur, það stynur enginn svona fallega við kaffidrykkju.

En hún naut þess bara í 5 sekúndur (+-2) því þá fór hann að skjálfa svo henni fannst hún þurfa að styðja við hann og svo var hann búinn. Það var auðvitað mjög fallegt en bara svo skelfilega búið. Og þá var svo augljóst hvað gólfið var hart.

Hún heyrði hann mása fallega í eyrað á henni en vissi samt að ef einhver kveikti ljósið í herberginu núna sæjist lítið nema skýnadi rassinn á honum og spriklandi fætur, hendur og hár. Hún losaði sig við hann og hann stundi í síðasta skipti og svo smokraði hún sér undan honum. Það var enn kolniðamyrkur en hana langaði að sjá að typpið á honum hefði örugglega slappast niður við átökin. En hún sá ekki neitt og hún kallaði á hann eitt bless áður en hún opnaði út á ganginn og stakk sér út.

Ráfaði svo hálf blind í birtunni inn á klósettin og fann sér bás til að setjast á og finna hvernig hryggjarliðirnir hrukku á rétta staði. Þegar hún var búin að sitja nógu lengi á klósettinu rölti hún í átt að Gimli og reyndi að ákveða næstu skref. Hún gægðist inn í lesstofuna í Gimli og sá hann ekki en gekk að borðinu sínu þar sem hún sá að beið hennar kaffibolli og bréfsnifsi. Kaffibollinn var nákvæmlega eins og þeir sem hún hafði drukkið þarna svo oft. Miðinn var rifinn úr rúðustrikaðari gormabók og á honum stóð stórt Takk með upphrópunarmerki.
og fyrir neðan, Ásgeir og símanúmer.

Hún áttaði sig þá á því að hún yrði að finna einhvern annnan til að passa tölvuna sína og saknaði hans strax. Hún fann penna í töskunni sinni, snéri miðanum við og skrifaði:

„Takk, sömuleiðis!“





(Kaffisögur voru skrifaðar árið 2012)

Ummæli

Vinsælar færslur