Kerla marglytta - Heklað fyrir smáfólkið



„Kerla marglytta er mikil tilfinningavera. Hún er nokkuð föl en afskaplega falleg. Hún dansar um í sjónum í takt við unaðslega tónlist sem hún semur jafnóðum í höfði sér. Henni finnst súkkulaði afar gott og er sannfærð um að það sé líka bráðhollt. Kerla er líka mikill fagurkeri og stundum kalla vinir hennar hana Kerlu perlu.“
Ummæli