Blámi
Þegar ég var lítil kynntist ég aldrei föðurafa mínum. Við bjuggum þó í sama húsi á tímabili svo hann var líklega bara ekki maður sem kynnist sonardóttur sinni þó hún sniglist um verkstæðin og fjöruna. Seinna heyrði ég og sá (af hljóðlausum myndböndum á tjaldi) að afi hefði átt hugmyndina af því að flytja olíutanka á sjó og stóð fyrir þess lags flutningum ásamt sonum sínum.
Síðan hefur pabbi minn, Jóhann Gíslason, staðið fyrir svona flutningum og núna síðast í október frá Siglufirði að Gáseyri í Eyjafirði. Nánar má lesa um þetta hér. Gaman að sjá hann Bláma (bátinn) þarna svona skelfilega smáan við risaolíutankinn. Mér hefur liðið svolítið smárri á þessum skrýtna báti úti á miðjum Eyjafirði og óttast hvalina og hyldýpið, en Blámi stendur þetta allt saman af sér.
Ummæli