Svar við bréfi Helgu - Bergsveinn Birgisson
Já, hún er falleg, frygðin
"Þú getur ímyndað þér hve aumkunarverður ég var þegar draumurinn hvarf mér. Manneskja úti á túni á Íslandi um miðja nótt, í götóttu föðurlandi einu fata með skaufann út í loftið eins og strandaður búrhvalur, manneskja sem tekið hefur sveitahokur fram yfir kærleikann". (bls 70)
Og sjaldan eins vel skrifuð.
Sumir velja að lifa lífinu í eilífri kvöl. Mér finnst það hvorki dygðugt né fallegt.
Skemmtilegt og óvenjulegt að sjá bækur myndskreyttar og það kemur sérlega vel út að hafa myndir eftir Kjartan Hall í bókinni.
Ummæli