Fyrir Lísu - Steinunn Sigurðardóttir
"Fyrir Lísu?"
við erum að kúra okkur eins og við gerum svo oft. Kannski til að fresta því að langur sumardagur hefjist eða bara til að muna eftir því hvernig það var þegar hann var smábarn og gerði lítið annað en að kúra í fangi.
"ertu að lesa það?"
-já
"um hvað er hún?"
-æjj, hún er,
hvað segir maður átta ára gömlum syni sínum um þessa sögu?
- hún er um lækni, sem er að reyna að lækna fólk, og já, læknar fólk.
Bókin er sögð vera sjálfstætt framhald af Jójó sem kom út árið 2011 en ég mæli með því að fólk lesi hana fyrst hvað svo sem sagt er um sjálfstæði framhaldsins. Þetta er sama sagan. Mér leiðast almennt hryllingssögur og ég verð mér hálf gröm þegar ég les svona bækur þar sem ég veit að eitthvað skelfilegt á eftir að gerast en þessi bók setti mig ekkert út af laginu. Í fyrsta lagi hefur höfundurinn greinilega enga þörf fyrir að drekkja lesandanum í viðbjóði eins og stundum gerist við svipaðar aðstæður en það sem er eftirtektarverðara er að sagan hverfist að öðru leiti ekki um algert vonleysi og vanlíðan. Sagan er í aðra röndina ástarsaga þar sem ástin er tekin fram yfir barnleysi og leyndarmál. Þar sem ástin er ekki viðskiptasamningur í stöðugri róstursamri endurnýjun heldur bara eins og eitthvert lím sem heldur öllu saman þrátt fyrir allt og allt. Eins og hún lifi sjálfstæðu lífi en sveiflist ekki "ég þú ég þú ég ég ég og þú og svo?" Og það fyllir mann von. Kannski svolítilli hræðslu líka því hún lætur svo illa að stjórn en aðallega hugarró. Hún mun kúra með mér og sjá til þess að ég gleymi aldrei hvað það er ótrúlega gott. Þrátt fyrir allt og allt.
við erum að kúra okkur eins og við gerum svo oft. Kannski til að fresta því að langur sumardagur hefjist eða bara til að muna eftir því hvernig það var þegar hann var smábarn og gerði lítið annað en að kúra í fangi.
"ertu að lesa það?"
-já
"um hvað er hún?"
-æjj, hún er,
hvað segir maður átta ára gömlum syni sínum um þessa sögu?
- hún er um lækni, sem er að reyna að lækna fólk, og já, læknar fólk.
Bókin er sögð vera sjálfstætt framhald af Jójó sem kom út árið 2011 en ég mæli með því að fólk lesi hana fyrst hvað svo sem sagt er um sjálfstæði framhaldsins. Þetta er sama sagan. Mér leiðast almennt hryllingssögur og ég verð mér hálf gröm þegar ég les svona bækur þar sem ég veit að eitthvað skelfilegt á eftir að gerast en þessi bók setti mig ekkert út af laginu. Í fyrsta lagi hefur höfundurinn greinilega enga þörf fyrir að drekkja lesandanum í viðbjóði eins og stundum gerist við svipaðar aðstæður en það sem er eftirtektarverðara er að sagan hverfist að öðru leiti ekki um algert vonleysi og vanlíðan. Sagan er í aðra röndina ástarsaga þar sem ástin er tekin fram yfir barnleysi og leyndarmál. Þar sem ástin er ekki viðskiptasamningur í stöðugri róstursamri endurnýjun heldur bara eins og eitthvert lím sem heldur öllu saman þrátt fyrir allt og allt. Eins og hún lifi sjálfstæðu lífi en sveiflist ekki "ég þú ég þú ég ég ég og þú og svo?" Og það fyllir mann von. Kannski svolítilli hræðslu líka því hún lætur svo illa að stjórn en aðallega hugarró. Hún mun kúra með mér og sjá til þess að ég gleymi aldrei hvað það er ótrúlega gott. Þrátt fyrir allt og allt.
Ummæli