Bókaaðskilnaðarkvíði


Komin á blaðsíðu 310 og nú sækir hún að mér þessi óþægilega tilfinning; bókin er bara 361 blaðsíða og hún fer alveg að verða búin. Ég er haldin bókaaðskilnaðarkvíða. Þegar ég er búin að njóta þess að fylgjast með persónunum, finna til með þeim og gleyma mér í þeirra hugarheimi þarf ég að kveðja þær fyrir fullt og allt. Þær verða að daufri minningu um sögu sem ég las en vék svo úr huga mér því ég fór að lesa aðrar sögur. Minningu um fólk sem var ekki raunverulegt fólk, minningu um að ég fékk að hugsa svolítið öðruvísi um heiminn, sjá hann í öðru ljósi. En bara svona rétt á meðan ég er með nefið í bókinni, um leið og ég klæði mig úr bókarkápunni stend ég berskjölduð frammi fyrir mínum eigin raunveruleika. Og er kalt.

Ummæli

Vinsælar færslur