Hamingjuboð


Þátturinn er sá fyrsti af fjórum þar sem kafað verður í hugmyndir um hamingju; skilgreiningar, mælingar og rannsóknir. Í þættinum er fjallað um hvað hamingja er og hvernig fólk fer að því að öðlast hana. Rætt er við Kára Eyþórsson einstaklings- og fjölskylduráðgjafa og Guðbjörgu Daníelsdóttur sálfræðing. Hvað má læra af rannsóknum á hamingju?


Þátturinn er annar í röðinni af fjórum þar sem kafað er í hugmyndir um hamingju. Þýski heimspekingurinn Immanúel Kant notaði orðið hamingjuboð um ráðleggingar fyrri kynslóða um það hvernig öðlast má hamingju. Í þættinum er rætt við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Embætti landlæknis um mælingar á hamingju og rannsókn á Heilsu og líðan Íslendinga sem hefur verið í gangi síðan árið 2007. Hefur efnahagshrunið haft áhrif á hamingju Íslendinga?

Þátturinn er sá þriðji í röðinni af fjórum þar sem kafað er í hugmyndir um hamingju. Í þættinum er fjallað um hamingju þjóða og hvers vegna þjóðir mælast mismunandi hamingjusamar. Rætt er við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur hjá Embætti landlæknis og Angelinu Belistov.

Þátturinn er síðastur í röðinni af fjórum þar sem kafað er í hugmyndir um hamingju. Þýski heimspekingurinn Immanúel Kant notaði orðið hamingjuboð um ráðleggingar fyrri kynslóða um það hvernig öðlast má hamingju. Rætt er við Rögnu Benediktu Garðarsdóttur lektor við Háskóla Íslands um neysluhyggju og tengsl peninga og hamingju.

Klikkaðu á nöfn þáttanna og þá kemstu inn í Hlaðvarp RÚV ;-)


Ummæli

Vinsælar færslur