Henri Cartier Bresson

























Ég hef ótrúlegan veikleika fyrir gömlum myndum af mannlífi og þá er nauðsynlegt að þekkja Henri Cartier Bresson. Ég rakst á þetta fallega myndband þar sem hann segir sjálfur frá ljósmyndun sinni og hinum endalausa eltingaleik við augnablikið.


























Ég hef tilhneigingu til að taka helst eftir fólkinu og tjáningu þess og tilfinningu fyrir aðstæðum. En það er skemmtilegt hvernig Bresson er upptekinn af rammanum og formum innan hans og það sést vel á myndunum hans. Hvernig hann nær að fanga það augnablik þegar lífinu vindur þannig fram að það myndar heillandi skúlptúr í umhverfinu.

Ummæli

Vinsælar færslur