Tango


Það er eitthvað alveg sérstaklega heillandi við tangódans er það ekki? Dramatískur og ástríðufullur. Eða tilgerðarlegur, ég er ekki viss. Þessi kloflöngu skref sem maður er ekki alltaf viss um að gangi upp við tónlistina og svo allar þesar reigingar og beygingar. En tónlistin er flott og ég hef heyrt að fólk verði alveg forfallið og safni sér fyrir utanlandsferðum sem hafa þann tilgang einan að dansa tangó í heitu loftslagi. Eða réttu andrúmslofti.


Ég hef aftur á móti öðrum dansherra að sinna. Ég þarf enga skó heldur er bara á náttfötunum uppi í sófa. Hann er samt ekki eins hlýr og þeir sem eru af holdi og blóði. Gott að hafa ullarsokka og teppi.




Ummæli

Vinsælar færslur