Landvættir - Ófeigur Sigurðsson



Hér er kafað í innhverfan veruleika. Og það er best að stinga sér á bólakaf. Eins og alltaf í skáldskap þá heyrir maður persónuleg stef sem ekki falla svo augljóslega slétt að sögunni, en þau gera hana enn skiljanlegri þeim sem finnst veruleikinn til umfjöllunar framandi. Hér er fjallað um samfélag í kjötvinnslu. Í rokinu á Kjalarnesi. Með Kjarval innanborðs. Þetta er rímkennd málhelti. Frekar fönkí hugmynd án nokkurra stuðla.

Það er býsna ósanngjanrt þegar maður svamlar um í þorstanum eftir frásögnum að væna einhvern um oflæti eða of ríkt ímyndunarafl. En það myndi ég gera ef ég hefði heila brú í höfðinu sem ég þyrfti að ganga á hverjum degi til að geta tekist á við þá næstu. En ég þarf það ekki, svo,,, ég get flögrað þegar textinn flögrar og setið sem fastast þegar hann reynir að ná kjölfestu.

Engu er innpakkað fyrir fábjána hér. Og það finnst mér dásamlegt. Þetta er ekki svona bók sem fjábjánar klára. Og enn eykst dálæti mitt á henni.

Það eru samt fábjánar í sögunni. Svo þessi bók er ekki fyrir ykkur yfirlæstisfullu. Nei, alls ekki, bara endalausar andhetjur, aftur að Ayn Rand...

En sagan endaði ekki, og daðrandi ástina trúði ég ekki á. Það gæti verið persónlulegt. Ég gæti verði föst í skinku eða medeser pylsu. Líklega ekki pepperoní. En ég hangi frekar í pylsum en ástinni í þessari bók. En ástinni er auðvitað vakúmpakkað í verri umbúðir á hverjum degi...

Ummæli

Vinsælar færslur