Hefur þú lesið heila bók á kaffihúsi?
Forvitni. Er kannski helmingurinn af lífsviljanum víraður í einskæra forvitni? Ég á í stökustu vandræðum með að láta sem mér sé sama um hvað fólk er að lesa. Þá meina ég ókunnuga sem ég sé með bók á kaffihúsi eða í strætó eða jafnvel í skólanum. Ég reyni að gjóta augunum laumulega að bóknunum. Eins og það sé eitthvað dónalegt að glápa á annarra manna bækur? Já, líklega smá. Ekki mikið samt.
Í dag eins og svo oft áður var ég að reyna að sjá hvað maðurinn var að lesa. Greinilega ný skáldsaga þar sem hún var harðspjalda og í lausri kápu. Hann var langt kominn með hana og las í skarkalanum alveg án þess að láta nokkuð trufla sig. Svo löngu seinna stóð hann upp og þá sá ég að hann var með sýniseintakið af bókinni og ég fylgdist með honum þar sem hann gekk niður í búðina og skilaði bókinni í staflann. Hann talaði eitthvað við fólk sem stóð við borðið og brosti. Svo valdi hann aðra bók og kom aftur röltandi upp stigann. Hann hofrði framan í mig og brosti og ég gat ekki stillt mig um að spyrja hann:
„lastu alla bókina?“
„já, ekki segja neinum“
“er það bannað?“
„nei, en ég kann ekki alveg við það“
„lastu hana alla í einu?“
„nei, svona einn þriðja í hvert skipti“
“ætlarðu að lesa þessa líka?“
„já, ekki segja neinum, þetta er bara það besta sem ég geri“
- Svo kjafta ég frá öllu saman
Í dag eins og svo oft áður var ég að reyna að sjá hvað maðurinn var að lesa. Greinilega ný skáldsaga þar sem hún var harðspjalda og í lausri kápu. Hann var langt kominn með hana og las í skarkalanum alveg án þess að láta nokkuð trufla sig. Svo löngu seinna stóð hann upp og þá sá ég að hann var með sýniseintakið af bókinni og ég fylgdist með honum þar sem hann gekk niður í búðina og skilaði bókinni í staflann. Hann talaði eitthvað við fólk sem stóð við borðið og brosti. Svo valdi hann aðra bók og kom aftur röltandi upp stigann. Hann hofrði framan í mig og brosti og ég gat ekki stillt mig um að spyrja hann:
„lastu alla bókina?“
„já, ekki segja neinum“
“er það bannað?“
„nei, en ég kann ekki alveg við það“
„lastu hana alla í einu?“
„nei, svona einn þriðja í hvert skipti“
“ætlarðu að lesa þessa líka?“
„já, ekki segja neinum, þetta er bara það besta sem ég geri“
- Svo kjafta ég frá öllu saman
Ummæli
kjút!