Martin Parr
Ég hef unun af því sem er fallegt eins og kannski flest okkar. En það sem er ljótt kallar fram einhverjar svona undarlegar tilfinningar sem hvetja mann til að standa sig betur, hugsa eitthvað upp á nýtt, endurskipuleggja. Eða auðvitað þakka enn meira fyrir það fallega.
Ég datt niður á ljósmyndir eftir breska ljósmyndarann Martin Parr. Hann virðist ekki beinlínis vera að reyna að taka ljótar myndir, en kannski svona neyðarlega raunsæjar. Hann tekur fyrir ofát og ofneyslu. Dregur fram ruslið panikkið og tómlyndið sem fylgir neyslumenningunni. Að skoða myndirnar hans frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar styður líka vel þá fullyrðingu að tíska sé það fyrirbæri sem er svo forljótt að það þarf að skipta um það á sex mánaða fresti.
Ég datt niður á ljósmyndir eftir breska ljósmyndarann Martin Parr. Hann virðist ekki beinlínis vera að reyna að taka ljótar myndir, en kannski svona neyðarlega raunsæjar. Hann tekur fyrir ofát og ofneyslu. Dregur fram ruslið panikkið og tómlyndið sem fylgir neyslumenningunni. Að skoða myndirnar hans frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar styður líka vel þá fullyrðingu að tíska sé það fyrirbæri sem er svo forljótt að það þarf að skipta um það á sex mánaða fresti.
Ummæli