Koss - Andy Warhol (1963)



Til að byrja með var ég að velta því fyrir mér hvort ég nennti að horfa á þetta. Fólk að kyssast í tæplega 55 mínútur. Surgið í þögninni var svolítið undarlegt en brátt varð ég alveg dáleidd af kossunum.

kossinn á níundu mínútu er frekar illa leikinn og mér sýnist sem leikarana langi frekar að vera í klámmynd. Þau, eða þeir??? eru hálfnakin og greinilega í hugleiðingum um frekari samneyti.

13:30
kossinn er fallegur, bíómyndalegur og fullmikið á iði. Hendurnar eru kurteisislega við axlir og andlit - langur og næs forleikur eða bara bíómyndaleikur?

18:00
Verulegur tunguleikur. Ég dunda mér við að horfa á tvo bartaklædda einstaklinga kyssast en þeir eru greinilega með fókusinn innan góma.

22:30
oj, yfirvaraskegg. Henni virðist þó líka það vel og sleikir nautnalega... enn meira oj.

27:00
Þau virðast hafa kysstst oft áður. Taka tíma til að láta varirnar mætast rólega og finna bara andardrátt hvors annars. Opna aðeins augun. Halda fast. Færa sig svo upp á skaftið. Vita alveg hvað þau eru að gera. Dásamlega fallegt!

31:30
Mjög falleg en ég er enn með síðasta koss í huga.

36:15
Myrkur og ég velti því fyrir mér hvort þetta séu ekki örugglega karlar. Missi áhugann á þessum kossi og set á pásu til að setja upp hrísgrjón og fiskinn í ofninn. Velti því fyrir mér hvort áhugaleysi mitt hafi eitthvað með þrælgagnkynhneigða kynhneigð mína að gera.

40:50
Meiri birta og þau virðast bæði vera að kyssast - ekki svona hann að kyssa hana koss . Þau óttast heldur ekki þagnir. Virðast hafa gaman af þessu þó það sé smá leikaraskapur í þeim. Þau vita af myndavélinni.

45:20
„hann að kyssa hana“ koss. Hann tekur meiri partinn af rammanum en þetta er mjög munúðarfullt. Hann langar íana!

50:00
maður með gríðarstórt nef að kyssa fíngerða konu. Sýgur sig fastan við hana. Ég velti því fyrir mér hvernig hún nái andanum.

Svo fara að heyrast einhver hljóð frá þeim sem eru að horfa á. Skrjáf og fótatak. Eitthvað er sagt... ég heyri ekki hvað!, og svo er eitthvað lagt frá sér. Að lokum er alger alvöru þögn.

Ummæli

Vinsælar færslur