Tooker, Heartfield, Tetsuya Ishida, Hallgrímur Helgason, Ayn Rand og Michel Houellebecq
Government Bureau (1956) eftir bandaríska listamanninn George Tooker nær svo vel hugmyndunum um skrifræðið um miðja síðustu öld í Bandaríkjunum. Þessari tilfinningu að lífið sé kæft með bið í biðröðum og heftingu borgaranna sem geta ekki brosað án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Þessari hugsun að röð og regla sé það sem dregur kraftinn úr fólki.
Tetsuya Ishid
Fallegar myndir og hér er þeim stolið sakbitið en þær má sjá betur víða á netinu og einhversstaðar í heiminum. Þið megið vera mér ósammála en það hlýtur að vera eitthvað rangt sem við gerum og þess vegna sitjum við uppi með nútímalífið sem er fullt af fróun en svo sárafáum fullnægingum. Michel Houellebecq, Hallgrímur Helgason og Ayn Rand ná þessari ómennsku vel í orðum. Kannski ætti ég að taka Rand út úr hópnum. Bæði vegna þess að mér hefur ekki tekist að komast í gegnum bók eftir hana (þrælaði í mig tæplega 400 blaðsíðum af Atlas Shrugged í þremur tilraunum áður en ég játaði mig sigraða) og vegna þess að hún skrifar á öðrum tíma en Houellebecq og Hallgrímur. Atlas Shrugged kemur út 1957 og upphefur tilfinningaleysi af aðdáunarveðri ástríðu. Stáli og járnbrautum. Mannleg samskipti skulu vera útreiknanleg. Sett upp í hagfræðilíkkön. Ég hef það á tilfinningunni að Houellebecq sé afrakstur Rand. Með tilttlinginn svo gersamlega þrútinn af tilfinningaleysi að það fullnægir honum ekkert. En hvað veit ég, þetta er bara tilfinning…
The Political Conference of the SPD in Crisis (1931) eftir John Heartfield. Þetta er með öðrum orðum ég. Ok, nei þetta er tilraun þýska sósíaldemókrískaflokksins til að draga tennurnar úr kapítalismanum til að hægt sé að búa til samfélag fyrir alla. En það er eitthvað annað sem við viljum sjá er það ekki? Ég sit uppi með þessa undarlegu tilfinningu að það sé eitthvað annað sem við viljum. Ekki hægri og ekki vinstri og plís ekki stinga upp á trúarbrögðum því þau eru jafngömul og vitlaus og hugmyndafræði stjórnmála. Það er eitthvað annað. Hvað er það?
Ummæli