Bruggar það sterkt í tilefni dagsins
Litríkar og skýjaðar blöðrur frá nöfnu minni
Cappuccino á fæti frá bestu vinkonu
Ég er vön að njóta afmælisdaga í eldhúsinu og ég dvaldi auðvitað svolítið í eldhúsinu þennan dag. Ég borðaði hins vegar dásamlegt grænfóður í Gló í Hafnarborg í fyrsta skipti með vinkonu. Það er svo gaman að eiga afmæli á Flettisemttinu! Ekki bara það að maður fær fullt af kveðjum á netinu heldur muna allir eftir afmælinu þegar þeir hitta mig svo ég fékk fullt af kossum frá þeim sem hittu mig :-)
Hér áttu að koma myndir af sushi og súkkulaðiköku og austurlenskum litríkum munnþurrkum en sko við strákarnir vorum svo svöng þegar ég loksins kom í sushiið svo við hökkuðum það í okkur og engum myndum er að dreifa.
En ég er glingri vafin eftir daginn og sátt og sæl eftir samveru, túrílú!
----------------------------------------------------------------------
25. maí
Stelpuafmæli :-)
Þar sem ég átti nú eiginlega stórafmæli þá varði ég tveimur dögum í veisluhöld og eyddi næsta degi líka í eldhúsinu. Mikið sem mér þykir gaman að elda fyrir gesti. Þegar ég verð stór ætla ég að eiga borð og stóla fyrir tuttugu manns og stóra potta. Nota heilu dagana til að nostra í eldhúsinu. Eldhúsið mitt er dásamlegt og við eyddum öllu kvöldinu þar þó ekki allar hefðu góðan stól. Ég bauð oft til stofu en það er svo gott að vera í eldhúsinu. Í mínu eldhúsi er næstum eins og maður sitji úti. Ég hefði viljað hafa sól því þá er sjórinn svo fallegur og hægt að fylgjast með fólki á ströndinni fram eftir kvöldi en ég var ekki svo heppin. Í staðinn hafði ég þessar gullfallegu vinkonur mínar að horfa á og kvarta sko ekki yfir því.
Kærar þakkir elsku vinkonur fyrir æðislegar gjafir og skemmtilega kvöldstund!
Ummæli