Landsdómur 23. apríl 2012
Í dag er í fyrsta skipti kveðinn upp dómur í Landsdómi. Mig dauðlangaði að reyna að komast í Þjóðmenningarhúsið en kunni ekki við það og sit heima með kaffi og súkkulaðiköku í staðinn. Ég spurði 189 þátttakendur í rannsókninni minni vegna lokaverkefnisins um viðhorf þeirra til dómsmála gegn stjórnmálamönnum vegna aðkomu þeirra að efnahagshruninu.Spurt var í febrúar 2012 hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu?
Það ætti að draga stjórnmálamenn fyrir dóm til að skera úr um þátt þeirra í efnahagshruninu
% | |
Mjög sammála | 28,1 |
Frekar sammála | 28,1 |
Hvorki / né | 20,2 |
Frekar ósammála | 9,6 |
Mjög ósammála | 14,0 |
Alþingi hefði átt að samþykkja að höfða mál á hendur öllum ráðherrunum sem samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis höfðu unnið tjón með gjörðum eða aðgerðarleysi í störfum sínum
% | |
Mjög sammála | 41 |
Frekar sammála | 27 |
Hvorki / né | 13 |
Frekar ósammála | 7 |
Mjög ósammála | 11 |
Ég trúi því að þeir sem bera sök á efnahagshruninu verði dregnir fyrir dóm
% | |
Mjög sammála | 8 |
Frekar sammála | 19 |
Hvorki / né | 18 |
Frekar ósammála | 35 |
Mjög ósammála | 20 |
Ég trúi því að þeir sem bera sök á efnahagshruninu verði sakfelldir
% | |
Mjög sammála | 5 |
Frekar sammála | 15 |
Hvorki / né | 20 |
Frekar ósammála | 33 |
Mjög ósammála | 27 |
Ég trúi því að þeir sem bera sök á efnahagshruninu verði sýknaðir
% | |
Mjög sammála | 17 |
Frekar sammála | 29 |
Hvorki / né | 31 |
Frekar ósammála | 17 |
Mjög ósammála | 6 |
Hverjir eiga að þínu mati, meiri sök á efnahagshruninu; stjórnmálamenn og embættismenn stjórnsýslunnar eða aðrir gerendur í efnahagskerfinu til að mynda eigendur bankanna, bankastjórar og auðmenn í viðskiptum?
% | |
Stjórnmálamenn og embættismenn | 3 |
Aðrir gerendur í efnahagskerfinu | 40 |
Báðir hópar eiga jafna sök | 56 |
Hvorugur hópanna eiga sök | 1 |
Ummæli