Þakklæti



Fallegt orð; þakklæti. Finnst ykkur ekki?
En er það hávært og gáskafullt?
Eða er það atlotum umlykjandi?

Ég þarf eiginlega stærra vinnsluminni núna. Það suðar fyrir eyrunum á mér ég hef svo margt skemmtilegt að hugsa um. Hreint út sagt frámunalega dásamlegt!. Úff hvað það er gaman að fá tækifæri til að lesa og læra og reikna og skrifa og pæla og gera svona margt skemmtilegt. Ögra sér út fyrir öll landamæri. Kynnast áhugaverðu fólki. Takk kæru íslensku skattgreiðendur fyrir Háskóla Íslands! Takk!
Já, og takk líka fyrir Ríkisútvarpið!

Ummæli

Vinsælar færslur