Mikið
sem jólatréð ilmar dásamlega!
Ég hef komist að því hvers vegna jólaandinn kemur yfir fólk. Eftir að hafa farið á fætur og drukkið hina heilögu tvennu af kaffiveigum hef ég í dag tekið til og þrifið hátt og lágt með jólakveðjur ríkisútvarpsins dynjandi í eyrunum og ég get svarið það að kveðjutakturinn er hreinsandi fyrir sálina á meðan þrifin gera heimilið hreint. Það er eitthvað dáleiðandi við þetta. Svo er okkur gefið svona eftiráskilaboð með það að falla gersamlega í stafi þegar jólaklukkurnar hringja í útvarpinu. Þetta er sko allt samsæri sjáiði til. Eða þannig :-) Ég fer mjög sparlega með hreinsiefnin svo ég er ekki bara í efnavímu af ajaxi og cif.
Mér finnst samt eins og fólk út hverjum einasta landshluta hafi komið og kíkt inn hjá mér í rykið og kinkað til mín kolli í hreingerningunni. Angandi af skötu og brennivíni. Landsmenn allir og barnabörn og barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Úff, og ég á fullt í fangi með að hemja mín eigin börn sem halda því staðfastlega fram að tiltekt og þrif séu mín uppáhalds iðja. Ef þau bara vissu hvað ég hlakka til að liggja með tær upp í loft og bók í hönd og huga.
Það sem ég er þakklát fyrir þessa fáránlegu jákvæðni á þessum dögum. Það er margt að þakka fyrir og svo gott að geta haldið sér upptekinni við að þakka og pakka og punta og snurfusa. Ég finn til með þeim sem ekki eiga peninga til að láta allt þetta brjálæði gerast.
Svo stoppar allt! Allir fara heim. Það verður ekki lengur rafmagnslaust en samt hugsar maður til þess að allir gera það sama á nákvæmlega sömu augnablikunum.
Gleðileg jól!
Ég hef komist að því hvers vegna jólaandinn kemur yfir fólk. Eftir að hafa farið á fætur og drukkið hina heilögu tvennu af kaffiveigum hef ég í dag tekið til og þrifið hátt og lágt með jólakveðjur ríkisútvarpsins dynjandi í eyrunum og ég get svarið það að kveðjutakturinn er hreinsandi fyrir sálina á meðan þrifin gera heimilið hreint. Það er eitthvað dáleiðandi við þetta. Svo er okkur gefið svona eftiráskilaboð með það að falla gersamlega í stafi þegar jólaklukkurnar hringja í útvarpinu. Þetta er sko allt samsæri sjáiði til. Eða þannig :-) Ég fer mjög sparlega með hreinsiefnin svo ég er ekki bara í efnavímu af ajaxi og cif.
Mér finnst samt eins og fólk út hverjum einasta landshluta hafi komið og kíkt inn hjá mér í rykið og kinkað til mín kolli í hreingerningunni. Angandi af skötu og brennivíni. Landsmenn allir og barnabörn og barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Úff, og ég á fullt í fangi með að hemja mín eigin börn sem halda því staðfastlega fram að tiltekt og þrif séu mín uppáhalds iðja. Ef þau bara vissu hvað ég hlakka til að liggja með tær upp í loft og bók í hönd og huga.
Það sem ég er þakklát fyrir þessa fáránlegu jákvæðni á þessum dögum. Það er margt að þakka fyrir og svo gott að geta haldið sér upptekinni við að þakka og pakka og punta og snurfusa. Ég finn til með þeim sem ekki eiga peninga til að láta allt þetta brjálæði gerast.
Svo stoppar allt! Allir fara heim. Það verður ekki lengur rafmagnslaust en samt hugsar maður til þess að allir gera það sama á nákvæmlega sömu augnablikunum.
Gleðileg jól!
Ummæli