Höfum gaman



Ég verð að fá að mæla með tónlistarnámskeiðum vinkonu minnar en hún er tónlistar- og tónmenntakennari og hefur búið til stórskemmtilegt námsefni í tónlist fyrir leikskóla-, forskóla- og grunnskólanemendur. Síðastliðið vor fór hún svo af stað með námskeið fyrir 2-5 ára börn sem ég sótti með strákunum mínum. Auk efnisins sem hún hefur gert sjálf hefur Linda sankað að sér alls kyns sniðugum lögum, leikjum og hljóðfærum til að nota við kennsluna svo úr verður notaleg og skemmtileg tónlistarstund.



Skemmtilegast þótti strákunum að fá að máta sig í hlutverk dýranna í Karnivali dýranna. Þessa dagana sitja þeir einbeittir við Tónlistarþrautir þar sem krossgátur, stafarugl og nótnaskrift gleðja og fræða allt í senn.










Allar upplýsingar um námskeið og námsefni má finna á www.hofumgaman.com

Ummæli

blasosaumo sagði…
Takk sæta mín :-)
Marín sagði…
vá ekkert smá spennandi :)
Við þurfum að skoða þetta!!!

Vinsælar færslur