Skran
Fröken Kaffikerla hefur óstjórnlega gaman af því að sitja og fletta í gegnum gamalt dóterí á youtube. Það er hennar flóamarkaður. Hún er ekkert fyrir skransölur og hefur allt of mikið veiðimannseðli til að una sér við það að gramsa í gegnum gamalt dót í Kolaportinu í von um að finna gersemar. En youtube sér henni fyrir útrás fyrir gramsþörfina og henni finnst dásamlegast að finna eitthvað svona gamalt og einlægt sem hún getur svo sakbitin flissað yfir. Eitthvað svo hallærislegt að hún skelli upp úr en samt ekki svo tilgerðarlegt að hún nenni ekki að horfa. Kannski er þetta einhver svona óbeit á nútíma kúli. Finnst það sorglegt að fólk sé nú of kúl til að hafa gaman. Nú þurfa allir að selja ímyndir og vera svo óskaplega kynæsandi í hverju skrefi að fólk er löngu hætt að daðra. Einhvers staðar í fyrndinni var hægt að dansa fáránelga í einlægni. Og við Kaffikerla höfum svo gaman af...
Ummæli