Harpa
Já ég get staðfest það að nýja tónlistarhúsið er til. Það er ekki sjónhverfing. Það er ekki eins og regnboginn sem færist bara fjær og fjær eftir því sem maður gengur nær honum. Það er í alvöru þessi risastóri styepuklumpur sem hangir ofan í sjóinn við Reykjavíkurhöfn. Og ekkert smá flottur steypuklumpur. Mig eiginlega sundlaði þegar ég kom inn og leit á glervegginn og speglaflísarnar hátt í loftinu. Mér tókst þó að standa í fæturna, það hefði verið frekar vandræðalegt að plompa í gólfið, hjúkk. En það var svo gaman að sjá að þetta er í alvöru raunverulegt, eitthvað svo hátíðlegt.
Við byrjuðum á því að finna stóra salinn og þegar þangað var komið sáum við rautt í bókstaflegri merkingu. Ég næstum komst ekki yfir hvað salurinn er rauður. En ég er sko voða mikið fyrir rautt svo mér líkar það ekkert illa en já ég þarf örugglega aðeins að venja mig við að hlusta í svona æsandi umhverfi. Óperukórinn var að syngja en það hafði verið girt fyrir sætin þannig að fólk átti bara að standa í gangveginum eða ganga einn hring og fara svo, mjög asnalegt. Ég skil heldur ekki afhverju það var ekki almennileg dagskrá í Eldborg þennan opnunardag? Húsið loksins opnað almenningi og þá er engin tónlist í aðalsalnum! Mér fannst ég vera í boði þar sem gestgjafinn lét ekki sjá sig.
Kaldalón er mjög flott og við hlustuðum á tvenna tónleika þar. Meðal annars ferlega krúttlegan japanskan gítarleikara og annan íslenskan ekki eins krúttlegan. Þeir spiluðu af dásamlega smitandi spilagleði. Mjög skemmtilegt. Við flúðum svo karlakór úr Norðurljósum en sá salur fannst mér mjög spennandi. Í Eldborg fundum við svo kammersveitina sem reyndi að bæta upp fyrir skróp gestgjafans með smá Mozart. Og það mátti sitja í sætunum og allt.
Úff mér leið eiginlega eins og ég væri drukkin. Svolítið ölvuð og ég gæti alveg trúað því að myndi ég aka núna inn Lækjargötu þá myndi ég ekki sjá neitt steypuferlíki við höfnina. Ég hefði bara minninguna um þennan brjálaða rauða lit.
Við byrjuðum á því að finna stóra salinn og þegar þangað var komið sáum við rautt í bókstaflegri merkingu. Ég næstum komst ekki yfir hvað salurinn er rauður. En ég er sko voða mikið fyrir rautt svo mér líkar það ekkert illa en já ég þarf örugglega aðeins að venja mig við að hlusta í svona æsandi umhverfi. Óperukórinn var að syngja en það hafði verið girt fyrir sætin þannig að fólk átti bara að standa í gangveginum eða ganga einn hring og fara svo, mjög asnalegt. Ég skil heldur ekki afhverju það var ekki almennileg dagskrá í Eldborg þennan opnunardag? Húsið loksins opnað almenningi og þá er engin tónlist í aðalsalnum! Mér fannst ég vera í boði þar sem gestgjafinn lét ekki sjá sig.
Kaldalón er mjög flott og við hlustuðum á tvenna tónleika þar. Meðal annars ferlega krúttlegan japanskan gítarleikara og annan íslenskan ekki eins krúttlegan. Þeir spiluðu af dásamlega smitandi spilagleði. Mjög skemmtilegt. Við flúðum svo karlakór úr Norðurljósum en sá salur fannst mér mjög spennandi. Í Eldborg fundum við svo kammersveitina sem reyndi að bæta upp fyrir skróp gestgjafans með smá Mozart. Og það mátti sitja í sætunum og allt.
Úff mér leið eiginlega eins og ég væri drukkin. Svolítið ölvuð og ég gæti alveg trúað því að myndi ég aka núna inn Lækjargötu þá myndi ég ekki sjá neitt steypuferlíki við höfnina. Ég hefði bara minninguna um þennan brjálaða rauða lit.
Ummæli