Ég gúggla



slökunaraðferðir og velti því fyrir mér hvort ég sé virkilega búin að fá nóg af fjörinu í hausnum á mér. Svo er ég líka hrædd um að mér takist alls ekki að tileinka mér þetta. Ég er svo hrædd um að ég átti mig á því einhversstaðar á leiðinni að ég muni aldrei komast á þennan stað sem allir tala svo fallega um og ég verði skilin eftir þar sem ég er. Alein og pikkföst. Ég held að ég vilji í raun ekkert komast í núið heldur bara út á tún. Japla á grasi eins og kind og er alveg sama hvort skýjin séu tilkomumikil. Alveg sama þó ég sé alein. Alveg sama.

Hvaða hræðslupúddugangur er þetta eiginlega? Ég er meira að segja rög við að fara niður að sjó. Hvað gæti ég hugsanlega fundið þar sem skelfir mig? Kannski veit ég að ég er nógu hrærð og ég þarf ekki öldur til að hræra frekar upp í mér. Nei það er orðið býsna slæmt ef þrátt fyrir flísbuxur og dúnúlpu ég dríf ekki niður í fjöru.

Ummæli

Gonzo sagði…
Which is worse, ignorance or apathy? Who knows? Who cares?

Vinsælar færslur