Maira Kalman



Einhverra hluta vegna þá kem ég alltaf aftur og aftur að þessari konu. Hvílíkur dásemdar rugludallur sem konan er. Ég er eitthvað svona frekar blue og þá er svo unaðslegt að gleyma sér í því að reyna að fylgja henni og bara brosa og hlæja og láta hana koma sér á óvart, þó ég hafi marg skoðað þetta...

Á sama tíma og hún dregur mig á eftir sér út um allt í sögunni og ég veit ekkert í raun hvert hún er að fara þá fæ ég alltaf svona "já, já, já, ég skil, gaman, gaman tilfinningu". Ég skil svo vel að geta eitnhvernvegin ekki haldist á beinu brautinni og hvernig allt hringsnýst í kollinum á manni og hvernig það sem er raunverulegt er einhvernvegin aldrei eins skemmtilegt og það sem er óraunverulegt. Það er viðtekin hugmynd að fólk ljúgi vegna þess það þolir ekki að segja sannleikann en stundum er best að ljúga bara vegna þess að lygin tekur sannleikanum einfaldlega fram. Eru einhver skil á milli sannleika og lygi yfirleitt? Verði maður leiður á þeim Fareed Zakaria og Thomas Friedman má alltaf fá ferska sýn á stjórnmálin frá Kalman.



Myndirnar hafa skondið, naív sjónarhorn. Þær segja það sem þarf að segja í sterkum litum, gera stundum smáatriði að aðalatriðum en eru lausar við yfirlæti. Ferðalagið liggur út um allar trissur og gjarnan er heimsótt sögufrægt fólk of af því sagðar örstuttar sögur. Ekki endilega þær sem við könnumst við. Kanski sögur sem ekki þykja merkilegar, en stundum með svona örlitlum krúttulegum broddi ef lesandinn vill

Little Wolfgang Amadeus and his sister Nannerl preform in the Palace. Nannerl also balances something on her head. A gigantic wig. At the tender age of 9 or 10. She did it. Amazing.

Uppáhaldið mitt hún Frida Kahlo fær smá sneið



There isnt enough time. What is the most important thing? I have many questions but no patience to think things through. What is the difference between thinking and feeling? If you had to give up one, which would it be? What is luck, fate? Mistakes? If in a unified theory. Never mind. Coherence?

And then the ALL-CLEAR sounded. And people returned, hope undiminished. they returned, so elegant and purposeful to the BOOKS. What does this have to do with Bobby and Radiators and Kokoshniks? One thing leads to another. Flowers lead to books, which lead to thinking and NOT thinking and then more flowers and music, Music. Then many more flowers and many more books. Spring is in the air. Don´t you think?


Þessi mynd er á kápu bókarinnar sem heitir The Principles of Uncertainty og ég vitna í hérna. Marðurinn sem dansar á salti minnir mig á The Reverend Robert Walker Skating on Duddingston Loch eftir Henry Raeburn. Myndin sem er frá árinu 1784 þótti húmorísk því það var ekki alveg til siðs að mála virðulegt fólk renna sér á skautum. Ég veit ekkert hvort Kalman hefur líka heillast af prestinum skautandi.

The man broke my egg. Spitefully. For no reason.
Why? Why, I beg you? It is a dream so there is no answer. As usual.

Æji það vantar myndirnar, þær segja alveg hálfa söguna... Mér gengur eitthvað illa að stela þeim en hér eru nokkarar fleiri.

My brain is exploding. trying to make sense out of nonsense, trying to tell everything (everything?) and all the while time is fleeing and the air around me vibrates with so many images. Which is great because most of them are British.

Ummæli

Vinsælar færslur