Í dag


mótmæltu tónlistarmenn því að tónlistarkennsla verði skorin niður að beini. Fyrir nákvæmlega 10 árum fékk ég sem útskriftarnemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík að spila einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Mér finnst dapurlegt að hugsa til þess að það sé í alvöru möguleiki á því að eftir tíu ár verði engir nemendur sem fá að spreyta sig eins og við Annette, Ari og Víkningur árið 2001. Ef engir nemendur fá að stunda nám á framhaldsstigi í tónlist verður ekki mikið um nemendur í háskólanámi í tónlist. Nú þegar Íslendingar munu loksins eignast glæsilegt tónlistarhús er enn meiri þörf fyrir tónlistariðkandi og elskandi fólk. Vonandi verður nóg af vel menntuðu tónlistarfólki til að blása lífi í glerhöllina. Vonandi þurfa stjórnmálamenn dagsins í dag ekki að bera ábyrgð á fölskum streng Hörpunnar eftir 10 ár.




Auðvitað mun tónlistin ekki þagna. Ég er kannski óþarflega dramatísk. Það getur ekki verið að ekki stjórnmálamenn séu verri en stjórnmálamenn?

Ummæli

Vinsælar færslur