Alvöru blogg
engin heimildaskrá
ekkert múður
ekkert merkilegt
bara alvöru blogg
og hvernig gerir maður það?
Í útvarpinu (BBC) í vikunni voru einhverjir bisnessspekúlantar að ræða um markaðsstradegíu og sérfræðingurinn sem kallaður var til hélt því fram að þetta venjulega "komdu og vertu okkar viðskiptavinur og við munum tríta þig vel" sé fáránlegt vegna þess að það gefi því fólki afslætti sem sé þegar tilbúið að borga fyrir vöruna. Þannig ættirðu ekki að bjóða viskiptavini á kaffihúsi kaffikort þar sem hann kaupir 10 kaffibolla til að fá þann ellefta frían. Þá ætti frekar að bjóða fólki frítt kaffi sem ekki kaupir kaffi á kaffihúsinu að staðaldri. Það er allt gott um það að segja en málið er að velvildin sem kaffihúsið veitir föstum viðskiptavinum er nátengd fastheldni viðskiptavinarins. Og ég hélt að það væri fyrsta versið í biblíu markaðsfræðinnar að það kostar minna að halda í núverandi viðskiptavini en að hæna að nýja af götunni. Fólk hefur tilhneigingu til að fara alltaf á sömu kaffihúsin og gefirðu því góða ástæðu til að koma aftur mun það bíða í röð eftir kaffibollanum sínum, ekki bara til þess að fá tikkað í spjaldið sitt. Það mun aftur á móti ekki kunna vel við fólkið sem er á undan því í röðinni og tekur allan tímann í heiminum til að ákveða sig, veit ekki hvað klósettið er og, vill svo nota fríkortið sitt sem það fékk úti á götu!
Ég veit að slangur gerir ekki blogg að alvöru bloggi. Ekki einu sinni með hroka (eða ætti ég að segja kverúlantshætti?) og upphrópunarmerki í kaupbæti. Ef ég fer að röfla um ómöguleika þess að sjá sjóinn minnn núna í myrkrinu þá kallar það á hugsanir um skringileika skrifandans og það fellur því í flokkinn múður. Eða þann sem er óþægilegri: "ég hef ekki hugmynd um hvað hún er að fara" jahh hún er að fara niður að sjó svo ég veit amk hvert hún er að fara...
Það lýsa enn jólaljós á Strandveginum. Úti er 10 stiga hiti. Ég hef allt of mikið að gera en gaf mér samt tíma til að skúra gólfin í dag. Eða tók hann að láni öllu heldur. "og hvað ertu svo að hugsa?" myndi pabbi svo spyrja og ég myndi ljúga að honum: "ekkert" Það er voðalega þægilegt að hugsa ekki neitt en sannleikurinn er sá að við erum alltaf að hugsa eitthvað. Hitt er bara óskhyggja. Við kannski vildum vera að hugsa ekki neitt en það er bara ekki svoleiðis og á meðan við erum að velta því fyrir okkur (já, hugsa!) hvernig það væri að hætta að vera til og bara segja í sífellu að við séum jákvæð og lífsglöð og við megum ekki vera að svona ómerkilegu drasli eins og að hugsa því við þurfum að mæta á hláturæfingu. Það er ekki einu sinni hægt að skúra gólfin án þess að hugsa. Já pabbi ég er að hugsa um helgidaga. Hvað gerði ég ef gólfið væri alltaf hreint? Hvað gerði ég ef ég þyrfti ekki að kaupa neitt? Skuldaði ekkert? Myndi ég klífa alla tinda á landinu? Ganga í Rauða krossinn og ferðast á milli staða í heiminum og gefa af mér? Læra kínversku eða hætta mér til Rússlands? Eða er ég bara þannig að ég þarf að hafa lán til að halda mér í hlaupahjólinu að eltast við skottið á mér? Hvað myndi ég gera ef ALLIR HINIR hættu að eltast við fermetra og nýja skó? Hvað ef þeir í alvöru montuðu sig af ævagömlu skónum sínum og héldu úti löngum bloggum um sniðugleika þess að vera alltaf í sömu og sömu fötunum? Hvað ef þeir klappandi sínum ættleiddu börunum hæddust að liðinu sem væri svo sjálfseskt að þurfa að geta sín eigin börn, og sumir ekki bara eitt heldur tvö!?
Dásamlegt að enda úti á túni. Eins og kind að japla á grasi. Það er það sem kindur gera og verða að gera til þess að lífið haldi áfram. Þetta verður aldrei alvöru blogg. Sú sem grínast með kindur verður aldrei alvöru. Sú sem talar í alvöru um kindur mun aldrei verða annað en djók.
ekkert múður
ekkert merkilegt
bara alvöru blogg
og hvernig gerir maður það?
Í útvarpinu (BBC) í vikunni voru einhverjir bisnessspekúlantar að ræða um markaðsstradegíu og sérfræðingurinn sem kallaður var til hélt því fram að þetta venjulega "komdu og vertu okkar viðskiptavinur og við munum tríta þig vel" sé fáránlegt vegna þess að það gefi því fólki afslætti sem sé þegar tilbúið að borga fyrir vöruna. Þannig ættirðu ekki að bjóða viskiptavini á kaffihúsi kaffikort þar sem hann kaupir 10 kaffibolla til að fá þann ellefta frían. Þá ætti frekar að bjóða fólki frítt kaffi sem ekki kaupir kaffi á kaffihúsinu að staðaldri. Það er allt gott um það að segja en málið er að velvildin sem kaffihúsið veitir föstum viðskiptavinum er nátengd fastheldni viðskiptavinarins. Og ég hélt að það væri fyrsta versið í biblíu markaðsfræðinnar að það kostar minna að halda í núverandi viðskiptavini en að hæna að nýja af götunni. Fólk hefur tilhneigingu til að fara alltaf á sömu kaffihúsin og gefirðu því góða ástæðu til að koma aftur mun það bíða í röð eftir kaffibollanum sínum, ekki bara til þess að fá tikkað í spjaldið sitt. Það mun aftur á móti ekki kunna vel við fólkið sem er á undan því í röðinni og tekur allan tímann í heiminum til að ákveða sig, veit ekki hvað klósettið er og, vill svo nota fríkortið sitt sem það fékk úti á götu!
Ég veit að slangur gerir ekki blogg að alvöru bloggi. Ekki einu sinni með hroka (eða ætti ég að segja kverúlantshætti?) og upphrópunarmerki í kaupbæti. Ef ég fer að röfla um ómöguleika þess að sjá sjóinn minnn núna í myrkrinu þá kallar það á hugsanir um skringileika skrifandans og það fellur því í flokkinn múður. Eða þann sem er óþægilegri: "ég hef ekki hugmynd um hvað hún er að fara" jahh hún er að fara niður að sjó svo ég veit amk hvert hún er að fara...
Það lýsa enn jólaljós á Strandveginum. Úti er 10 stiga hiti. Ég hef allt of mikið að gera en gaf mér samt tíma til að skúra gólfin í dag. Eða tók hann að láni öllu heldur. "og hvað ertu svo að hugsa?" myndi pabbi svo spyrja og ég myndi ljúga að honum: "ekkert" Það er voðalega þægilegt að hugsa ekki neitt en sannleikurinn er sá að við erum alltaf að hugsa eitthvað. Hitt er bara óskhyggja. Við kannski vildum vera að hugsa ekki neitt en það er bara ekki svoleiðis og á meðan við erum að velta því fyrir okkur (já, hugsa!) hvernig það væri að hætta að vera til og bara segja í sífellu að við séum jákvæð og lífsglöð og við megum ekki vera að svona ómerkilegu drasli eins og að hugsa því við þurfum að mæta á hláturæfingu. Það er ekki einu sinni hægt að skúra gólfin án þess að hugsa. Já pabbi ég er að hugsa um helgidaga. Hvað gerði ég ef gólfið væri alltaf hreint? Hvað gerði ég ef ég þyrfti ekki að kaupa neitt? Skuldaði ekkert? Myndi ég klífa alla tinda á landinu? Ganga í Rauða krossinn og ferðast á milli staða í heiminum og gefa af mér? Læra kínversku eða hætta mér til Rússlands? Eða er ég bara þannig að ég þarf að hafa lán til að halda mér í hlaupahjólinu að eltast við skottið á mér? Hvað myndi ég gera ef ALLIR HINIR hættu að eltast við fermetra og nýja skó? Hvað ef þeir í alvöru montuðu sig af ævagömlu skónum sínum og héldu úti löngum bloggum um sniðugleika þess að vera alltaf í sömu og sömu fötunum? Hvað ef þeir klappandi sínum ættleiddu börunum hæddust að liðinu sem væri svo sjálfseskt að þurfa að geta sín eigin börn, og sumir ekki bara eitt heldur tvö!?
Dásamlegt að enda úti á túni. Eins og kind að japla á grasi. Það er það sem kindur gera og verða að gera til þess að lífið haldi áfram. Þetta verður aldrei alvöru blogg. Sú sem grínast með kindur verður aldrei alvöru. Sú sem talar í alvöru um kindur mun aldrei verða annað en djók.
Ummæli