Ken Robinson
ég hef tekið mér það bessaleyfi (eða ætti þetta að vera Bessaleyfi? Hvaðan er þetta orð komið?) að skrifa á þessa bloggsíðu þegar mér hentar það sem mér hentar. En mér er farið að þykja furðulega vænt um síðuna mína og vil ekki lengur klessa þar hverju sem er. En þó er óheppilegt að verða uppvís að því að hafa ekkert að segja ekki bara dögum og vikum saman, heldur mánuðum saman. Það er að mínu mati í besta falli slæm ritskoðun og í versta falli hugmyndaskortur. En ég hef þó ekki setið auðum höndum get ég lofað ykkur. Ég er búin að læra ótrúlega mikið og hafa gaman af þó að pabbi myndi trúlega ekki vera mjög hrifinn því hann telur þess konar lærdóm (að afla sér þekkingar á annarra niðurstöðum) vera fólginn í því að læra mistök annarra. Það er að vera uppfullur af skít í tvöföldum skilningi, í fyrsta lagi að kjamsa á annarra úrgangi (það sem þeir hafa skilað af sér) og í öðru lagi að troða í sig upplýsingum án þess að melta þær (og þar af leiðandi stífla þær meltingarkerfið og maður verður í fyllstu merkingu uppfullur af skít)...... ég veit, ég var að segja að ég vildi ekki klessa hverju sem er á síðuna mína og svo fer ég að fjasa um skít! Þetta hlýtur að vera alvöru skítkast. Þetta myndband er í samræmi við það sem pabbi hefur kennt mér um menntun
En ég hef þó ekki bara verið að troða í mig upplýsingum sem trúlega koma ekki að gagni heldur hef ég verið uppnumin yfir ýmsu og svona vonandi aukið eitthvað við skilning minn en því miður líka áttað mig á alls konar veikleikum í fari mínu (já nei það tengist ekki því að ég hef verið að lesa um geðsjúkdóma) og svona bara verið að reyna að standa mig með alla strákana mína í fanginu. En ég er örlítið hissa á því að ég er ekki í neinu svakalegu jólaskapi. Á sama tíma í fyrra var bloggsíðan mín öll útötuð í væmnum jólalögum og ljóðum en núna þá bara nær þetta ekki alveg til mín. Ég hef í örvæntingu minni reynt að hafa stillt á Léttbylgjuna sem bara spilar jólalög en já ég get ekki sagt að ég hafi fundið jólaskapið. Ætti þesssi póstur að heita jólaskítkast? Let it snow let it sow let it snow?
En ég hef þó ekki bara verið að troða í mig upplýsingum sem trúlega koma ekki að gagni heldur hef ég verið uppnumin yfir ýmsu og svona vonandi aukið eitthvað við skilning minn en því miður líka áttað mig á alls konar veikleikum í fari mínu (já nei það tengist ekki því að ég hef verið að lesa um geðsjúkdóma) og svona bara verið að reyna að standa mig með alla strákana mína í fanginu. En ég er örlítið hissa á því að ég er ekki í neinu svakalegu jólaskapi. Á sama tíma í fyrra var bloggsíðan mín öll útötuð í væmnum jólalögum og ljóðum en núna þá bara nær þetta ekki alveg til mín. Ég hef í örvæntingu minni reynt að hafa stillt á Léttbylgjuna sem bara spilar jólalög en já ég get ekki sagt að ég hafi fundið jólaskapið. Ætti þesssi póstur að heita jólaskítkast? Let it snow let it sow let it snow?
Ummæli