Svindl
Ég drekk alltaf tvo bolla af kaffi á morgnana. Þá er kaffið lang best. Stundum drekk ég svo kaffi eftir hádegið en aldrei fleiri en fjóra bolla á dag. Ég hef alltaf líkt tei við hland en er að reyna að koma mér upp á að drekka það. Helst þá þetta græna sem á að vera svo voðalega hollt. En það er skelfilega vont á bragðið. Því er það gjarnan braðgbætt með ákvöxtum og blómum sem ilma vel. En þegar teið er komið í bollann bragðast það aldrei eins og það ilmar. Frat og svindl. Það er því oft seinnipart dags að ég læt mig dreyma um kaffibollann sem ég mun fá eftir svefninn. Ég er nú ekki Kaffikerla fyrir ekki neitt!
Ummæli