Af því ég á að vera að gera annað

þá verð ég að fá að vetla því aðeins fyrir mér hvað það er erfitt að tala við fólk í textaglugga í tölvu. Ég tala nú ekki mikið í gegn um msn en þegar ég geri það þá geri ég það yfirleitt við sama fólkið. Fjólu vinkonu tala ég til dæmis nær eingöngu við í gegn um msn og það gengur bara mjög vel. Ég "heyri" alveg í hvernig skapi hún er og samtalið rennur ljúflega áfram. En stundum þá er bara ótrúlega erfitt að gera sig skiljanlega í gegn um tölvuna. Hver færslan á fætur annarri er uppfull af misskilningi og jafnvel eftir að maður telur að maður hafi leiðrétt hann þá finnst manni samt samtalið eitthvað vera skrítið og stirðbusalegt. Hæðni skilar sér mjög illa og vegna tvíræðninnar þá getur hún verið í meira lagi varasöm. Og þá geta þessir ótrúlega leiðinlegu broskallar orðið alveg svakalega pirrandi. Ég hef þennan óþolandi ávana að þurfa alltaf að troða þeim út um allt. Bara kannski til að reyna að koma í veg fyrir að allir verði brjálaðir út í mig.

En samt, þegar öllu er á botninn hvolft, finnst mér yfirleitt bara gaman að tjatta!
Sérstaklega þegar ég á að vera að gera annað...

Ummæli

Hæ Karen. Datt inn á bloggið þitt (linkur af facebook). Gaman að lesa og vona þú hafir það sem best

Kær kveðja
Þóra Marteins
Hæ Þóra, gaman að þú skulir kíkja inn. Ég vona að það gangi vel með Hjört, að minnsta kosti er hann duglegur að hlusta á tónlist ef eitthvað er að marka flettismettið :-)

Kveðja,
Karen

Vinsælar færslur