Persepolis



Mynd af írönsku byltingunni sem ekki finnst í fjölmiðlum eða sögubókum. Myndin er gerð eftir skáldsögu Marjane Satrapi og gerir hún myndina í samstarfi við Vincent Paronnaud. Sagan segir á merkilegan hátt frá því hvernig fólk upplifir hræringar sem það hefur ekkert með að gera og hefur enga stjórn á. Þetta er sagan sem heimildamyndagerðarmönnum hefur aldrei tekist að segja. Myndin nær á ótrúlegan hátt að skafa allan pólitískan áróður af upplifun áhorfandans. Fordómar og klisjur síast út þar sem myndin er teiknimynd og því dýpra á öllu því sem vekur upp fordómana.

Ég gæti trúað því að þetta sé myndin sem segir frá því hvernig ég hefði upplifað ástandið. Myndin er ekki pólitísk, hún er ekki með eða á móti Íran.



Myndin lýsir vel þeim eiginleika fólks að vera bara fólk. "Við vorum of þreytt til að eltast við frelsið, okkur þyrsti í hamingjuna"

Ummæli

Vinsælar færslur