Asíuflensan

Setjum sem svo að Bandaríkin séu að undirbúa sig fyrir óvenjulegan flensufaraldur með uppruna sinn í Asíu. Reiknað er með að 600 manns muni látast af flensunni. Tvær áætlanir hafa verið lagðar fram til þess að berjast við flensuna. Gerðu ráð fyrir að vísindamenn hafi metið árangur áætlananna á eftirfarandi hátt:

Samkvæmt áætlun A, þá mun 200 manns verða bjargað.
Samkvæmt áætlun B, þá eru 1/3 líkur á að 600 manns verði bjargað og 2/3 líkur á að engum verði bjargað.

Hvora áætlunina myndir þú kjósa?

72% velja áætlun A

Fólk þolir illa að tapa og er nóg að setja hlutina fram þannig að fólki finnist það vera að tapa til þess að fá önnur viðbrögð hjá því. Fólk er ennfremur tilbúið til að taka meiri áhættu þegar því finnst það vera að tapa. Dæmið um Asíuflensuna sett upp á annan hátt:

Setjum sem svo að Bandaríkin séu að undirbúa sig fyrir óvenjulegan flensufaraldur með uppruna sinn í Asíu. Reiknað er með að 600 manns muni látast af flensunni. Tvær áætlanir hafa verið lagðar fram til þess að berjast við flensuna. Gerðu ráð fyrir að vísindamenn hafi metið árangur áætlananna á eftirfarandi hátt:

Samkvæmt áætlun A, þá munu 400 manns látast.
Samkvæmt áætlun B, þá eru 1/3 líkur á að enginn látist og 2/3 líkur á að 600 manns látist.

Hvora áætlunina myndir þú kjósa?

78% velja áætlun B

Ummæli

Vinsælar færslur