Glatt

var mitt femíníska hjarta að taka þátt í viðhafnarathöfn vegna fjörutíu ára afmælis álversins í Straumsvík í dag. Þar töluðu forstjóri álversins, Rannveig Rist, og iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir. Samkomustjórinn Ólafur Teitur upplýsingarfulltrúi álversins var annar tveggja karlmanna sem komu að athöfninni- hinn spilaði í flautukórnum. Þá voru níu starfsmenn kallaðir upp á svið vegna langs starfsaldurs og voru þeir átta karlkyns og einn kvenkyns.
Glöðust verð ég þegar ég tel svona lagað ekki vera í frásögur færandi...

Ummæli

Vinsælar færslur