Aðferðafræði
Ég horfði á viðtal við spænska félagsfræðinginn Manuel Castells og í mér situr svolítil saga sem hann sagði um aðferðafræði. Hann kallaði þetta reyndar brandara og það lýsir kannski vel vandræðaganginum með aðferðafræði í félagsvísindum. Það langar alla að telja og reikna en mannleg hegðun og kannski ekki síst félagsleg hegðun verður ekki svo auðveldlega smættuð niður í teljanlegar stöðugar einingar. Sagan er eitthvað á þá leið:
Kona á kvöldgöngu kemur að manni sem skríður í götunni og fálmar út í myrkrið. Hún spyr hann hvort hann sé að leita að einhverju og hann svarar:
"já, ég missti hringinn minn hérna hinum megin við götuna"
Konan spyr í forundran afhverju hann leiti þá að hringnum hér ef hann missti hringinn hinum meginn við götuna og hann svarar:
"af því að ljósastaurinn er hér".
Kona á kvöldgöngu kemur að manni sem skríður í götunni og fálmar út í myrkrið. Hún spyr hann hvort hann sé að leita að einhverju og hann svarar:
"já, ég missti hringinn minn hérna hinum megin við götuna"
Konan spyr í forundran afhverju hann leiti þá að hringnum hér ef hann missti hringinn hinum meginn við götuna og hann svarar:
"af því að ljósastaurinn er hér".
Ummæli