Rosia Montana
Ég horfði á mynd í sjónvarpinu áðan sem fjallar um bæ í Rúmeníu sem heitir Rosia Montana. Í myndinni kallaði fólkið gullið í fjöllunum bölvunina og vildi ekki sjá námufyrirtækið sem vill fá að vinna gull út jarðveginum undir húsum bæjarbúanna. Þarna býr fólk við mikla fátækt í gullnámu í orðsins fyllstu merkingu og þess vegna er því boðið að yfirgefa heimkynni sín fyrir peninga. Svo sem ekkert merkilegt dæmi um það sem gerist þegar peningar eru í augsýn í skiptum fyrir óspillta náttúru. Annars vegar eru það þeir sem vilja bjarga fólkinu út fátækt með því að veita því vinnu og hinna sem vilja ekki sjá fjöllin grafin í sundur og dölunum breytt í blásýrusýki. Allir segjast bera hamingju og velferð íbúanna fyrir brjósti. Hér er trailer að mynd sem talar fyrir framþróun og iðnvæðingu.
Örlítið óhentugt fyrir málstaðinn að myndin er framleidd af The Moving Picture Institute og fjármögnuð af kanadíska námufyrirtækinu Gabriel Resources
Ein leið til að meta málstaði er að spyrja hvaða hagsmuna deiluaðilar eiga að gæta. Auðvitað eru peningarnir sem námufyrirtækið vill græða í húfi, en hvað með umhverfisverndarsinnana sem eru sakaðir um að vera á móti fólki? Hverjir eru þeirra hagsmunir? Eru þeir haldnir einhverjum rómantískum hugvillum og átta sig ekki á því að þeirra farsæld byggist á eyðileggingu og fátækt annars staðar í heiminum? Er sjálfbærni bara heimskuleg tálsýn þeirra sem hafa aldrei upplifað hungur?
Örlítið óhentugt fyrir málstaðinn að myndin er framleidd af The Moving Picture Institute og fjármögnuð af kanadíska námufyrirtækinu Gabriel Resources
Ein leið til að meta málstaði er að spyrja hvaða hagsmuna deiluaðilar eiga að gæta. Auðvitað eru peningarnir sem námufyrirtækið vill græða í húfi, en hvað með umhverfisverndarsinnana sem eru sakaðir um að vera á móti fólki? Hverjir eru þeirra hagsmunir? Eru þeir haldnir einhverjum rómantískum hugvillum og átta sig ekki á því að þeirra farsæld byggist á eyðileggingu og fátækt annars staðar í heiminum? Er sjálfbærni bara heimskuleg tálsýn þeirra sem hafa aldrei upplifað hungur?
Ummæli